„Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 22:00 Bjarni Fritzson þjálfari ÍR, var sáttur með eitt stig gegn Aftureldingu í kvöld Vísir: Vilhelm „Þetta var virkilega góður handboltaleikur og ég er ánægður með mína stráka,“ sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR sáttur eftir jafntefli gegn Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. „Við erum að spila á móti mjög góður liði og vorum að spila mjög góðan leik. Þeir fengu fimm sekúndur til að vera sjö á fimm og hann er náttúrulega frábær í horninu, Igor og gerði hrikalega vel. Þetta var kannski færi sem að mér sýndist ekki vera frábært en hann er í mjög háum gæðaklassa eins og flestir eru í Aftureldingarliðinu og náði að sækja þetta jafntefli fyrir þá.“ Í síðasta leik gegn Stjörnunni áttu ÍR-ingar erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. Bjarni segir varnarleikinn líta betur út með hverjum deginum en það þurfi að fá betri lausnir í sóknarleikinn. „Í síðasta leik var ég ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og hann small vel hjá okkur. Það sem hefur verið seinustu tvo leiki á móti Selfoss og Stjörnunni, þá hef ég ekki verið ánægður með ákefðina og kannski lausnirnar sóknarlega, fyrir mig persónulega sjálfan. Við erum að leggja áherslu áfram á að þróa varnarleikinn sem að mér finnst líta betur og betur út með hverjum deginum. En við þurfum að fá betra tempó í sóknarleikinn og aðeins betri lausnir og líka betri árásir. Ég var sérsaklega ánægður með það því að ef þú ert að leggja hart að þér að það skili sér inn á gólfið, þá er það náttúrulega alltaf gott.“ Bjarni ætlar að leggja áherslu áfram á varnarleikinn og skoða það sem betur mátti fara varnarlega. „Þetta verður áframhaldandi vinna, þetta er eitt gott stig. Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan og að strákarnir fóru svolítið út úr skelinni eins og ég talaði um eftir síðasta leik. Þetta er þrotlaus vinna alla daga í öllu. Nú skoðum við að það er ýmislegt sem að við getum gert betur og við verðum betri í því.“ ÍR Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Við erum að spila á móti mjög góður liði og vorum að spila mjög góðan leik. Þeir fengu fimm sekúndur til að vera sjö á fimm og hann er náttúrulega frábær í horninu, Igor og gerði hrikalega vel. Þetta var kannski færi sem að mér sýndist ekki vera frábært en hann er í mjög háum gæðaklassa eins og flestir eru í Aftureldingarliðinu og náði að sækja þetta jafntefli fyrir þá.“ Í síðasta leik gegn Stjörnunni áttu ÍR-ingar erfitt uppdráttar varnarlega í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. Bjarni segir varnarleikinn líta betur út með hverjum deginum en það þurfi að fá betri lausnir í sóknarleikinn. „Í síðasta leik var ég ánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik og hann small vel hjá okkur. Það sem hefur verið seinustu tvo leiki á móti Selfoss og Stjörnunni, þá hef ég ekki verið ánægður með ákefðina og kannski lausnirnar sóknarlega, fyrir mig persónulega sjálfan. Við erum að leggja áherslu áfram á að þróa varnarleikinn sem að mér finnst líta betur og betur út með hverjum deginum. En við þurfum að fá betra tempó í sóknarleikinn og aðeins betri lausnir og líka betri árásir. Ég var sérsaklega ánægður með það því að ef þú ert að leggja hart að þér að það skili sér inn á gólfið, þá er það náttúrulega alltaf gott.“ Bjarni ætlar að leggja áherslu áfram á varnarleikinn og skoða það sem betur mátti fara varnarlega. „Þetta verður áframhaldandi vinna, þetta er eitt gott stig. Það sem ég er ánægðastur með er frammistaðan og að strákarnir fóru svolítið út úr skelinni eins og ég talaði um eftir síðasta leik. Þetta er þrotlaus vinna alla daga í öllu. Nú skoðum við að það er ýmislegt sem að við getum gert betur og við verðum betri í því.“
ÍR Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Afturelding 31-31| Jafntefli niðurstaðan í æsispennandi leik ÍR-ingar áttu erfitt verkefni að höndum er þeir tóku á móti Aftureldingu í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar með forystu bróðurpart leiksins en misstu hana niður þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og 31-31 varð því niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. nóvember 2022 21:30