Yfir hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk með Fylki Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 23:35 Eldri borgarar koma reglulega saman og stunda líkamsrækt hjá Fylki. Stöð 2/Arnar Hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk tvisvar í viku hjá íþróttafélaginu Fylki, sá elsti 92 ára. Námskeiðið er liður í að efla lýðheilsu þjóðarinnar. „Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor. Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
„Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor.
Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira