Yfir hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk með Fylki Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2022 23:35 Eldri borgarar koma reglulega saman og stunda líkamsrækt hjá Fylki. Stöð 2/Arnar Hundrað og þrjátíu eldri borgarar æfa eróbikk tvisvar í viku hjá íþróttafélaginu Fylki, sá elsti 92 ára. Námskeiðið er liður í að efla lýðheilsu þjóðarinnar. „Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor. Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
„Við erum að efla lýðheilsu fullorðna fólksins, bæði andlega, líkamlega og gleðilega,“ sagði Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis, þegar fréttamaður okkar kíkti á æfingu. Æfingar eru haldnar tvisvar í vikur og að jafnaði mæta 130 iðkendur. Leikfimitímarnir eru fyrir 65 ára og eldri en elsti iðkandinn er 92 ára gamall. Allir þátttakendur segja að þjálfararnir gefi ekkert eftir á æfingum og að gleðin sem þeir fá út úr tímanum sé ótrúleg. Guðrún Ósk segir að lagt sé upp með því að allir geri æfingarnar af sínum krafti enda séu margið iðkendur í hjólastól eða með sjúkdóma á borð við Parkinsons. Æfingarnar eru af ýmsum toga.Stöð 2/Arnar Er þetta ekki gaman? „Þetta er svakalega gaman, þetta heldur manni alveg uppi. Ef við værum ekki hérna þá værum við í vanda,“ segir Jóhannes sem er 87 ára gamall. Félagsmálaráðherra lét sig ekki vanta Guðbrandur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fékk að taka þátt í æfingunni og hafði nýlokið við hana þegar fréttastofa náði tali af honum. „Þetta er ótrúlega flott starf sem er verið að vinna hérna. Og þegar maður talar við fólkið þá greinir það líka frá því að þetta geri mjög mikið fyrir það,“ segir hann. Félagsmálaráðherra fékk að vera með í dag þrátt fyrir að eiga nokkuð langt í land með að ná lágmarksaldri fyrir æfingarnar.Stöð 2/Arnar Að loknu stuttu viðtali sýndi Guðbrandur nokkur dansspor, þrátt fyrir að hafa alltaf dottið úr takti á æfingunni sjálfri. Sýnidæmið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Hann segist svolítið stoltur af frammistöðu sinni og að ekki veiti af því að hann kenni félögum sínum í ríkisstjórn nokkur spor.
Eldri borgarar Reykjavík Fylkir Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira