Réttur netsvikabrotaþola enn óljós Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. nóvember 2022 17:58 Þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn eru viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. MYND/Getty Images Fjölmörg mál sem varða svokölluð Messenger svik hafa komið inn á borð Neytendasamtakanna undanfarna daga. Neytendasamtökin hvetja brotaþola til að ganga úr skugga hvort þeir eigi einkaréttakröfu á sinn viðskiptabanka. Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan. Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun hefur borið á því að undanförnu að óprúttnir aðilar komast yfir fésbókarsíður Íslendinga og senda á þá skeyti um leiki og verðlaun í þeim tilgangi að hafa af þeim fé eða hakka sig inn á aðgang viðkomandi. Svikin ganga út á að tölvuþrjótar taka yfir Facebook Messenger aðgang einstaklinga og senda þaðan skilaboð til vina viðkomandi. Vinirnir eru þá beðnir um að gefa upp símanúmer og gögnin eru síðan notuð til að fá aðgang að netbanka og bankaappi. Vinirnir eru einnig beðnir um að senda ljósmyndir af greiðslukortum og vegabréfum og eru kortin þá notuð til að kaupa vörur hjá erlendum söluaðilum. Einnig var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. SMS skilaboð ekki sterk sannvottun Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum kemur fram að þegar brotaþolar netsvika hafa samband við viðskiptabanka sinn séu viðbrögð bankanna alla jafna þau að vísa málinu frá á þeim grundvelli að endurkröfuréttur sé ekki til staðar. Þetta felur í sér mikla einföldun að mati Neytendasamtakanna. „Annars vegar getur neytandi átt endurkröfurétt í gegnum færsluhirði, og hins vegar getur verið að banki, sem greiðsluþjónustuveitandi, beri ábyrgð á greiðslunni að hluta eða öllu leyti í þeim tilvikum að ekki hafi verið krafist sterkrar sannvottunar. Það er reynsla Neytendasamtakanna að þessi ábyrgð sé sjaldnast tekin til skoðunar hjá bönkunum.“ Eftir því sem Neytendasamtökin komast næst hefur ekki reynt á þetta og því er raunverulegur réttur brotaþola enn óljós þegar bankar uppfylla ekki þann afdráttarlausa áskilnað að krefjast sterkrar sannvottunar þegar rafræn greiðsla er virkjuð. „Þegar rafrænar greiðslur eru framkvæmdar er gerð krafa í lögum um sterka sannvottun. Að fá SMS frá banka og stimpla það inn, er að mati samtakanna, ein og sér ekki sterk sannvottun og því bankinn hugsanlega ábyrgur fyrir greiðslunni. Þetta mat samtakanna er einnig útgefið og samróma álit Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar, Mastercard og VISA.“ Brotaþolar hvattir til að leita réttinda sinna Neytendasamtökin hvetja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á netsvikum að hafa samband við samtökin til að kanna hvort þau eigi kröfur á bankann sinn. Þá hvetja samtökin netsvikabrotaþola til að skrifa viðskiptabanka tölvupóst og spyrja um réttindi sín. Hægt er að hafa Neytendasamtökin (ns@ns.is) í cc og áframsenda svör bankans til samtakanna, sem síðan munu leggja mat sitt á þau. Þá vekja samtökin athygli á að staðfesting með rafrænum skilríkjum, svo sem innskráning í netbanka til að staðfesta færslu uppfyllir hins vegar skilyrði sterkrar sannvottunar. Greiðslukort fellur undir flokkinn umráð, en til að virkja rafræna greiðslu með kortinu þarf hún jafnframt að vera staðfest með upplýsingum sem notandi einn veit. Ólíkt lykilorðum sem geymd eru í vitund notanda eru SMS skilaboð almenn og getur hver sem hefur símann undir höndunum nýtt kóðann sem þar kemur fram til að staðfesta greiðsluna. Skilaboð af þeim toga geta því ekki talist fela í sér þekkingu sem notandi einn veit, heldur fremur umráð sem sá sem hefur símann undir höndunum fær sendan.
Facebook Netglæpir Tengdar fréttir „Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16 Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
„Messenger svikabylgja“ herjar á landann Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir. 13. nóvember 2022 19:16
Krossbrá þegar hann fattaði að Facebook var komið í hendur svikahrapps „Þetta hefði alveg getað endað verr. Það er auðvitað heilmikið í húfi þarna, maður er með nánast alla ævisöguna á facebook síðunni og maður getur ekki vistað allt sem maður er með þar,“ segir Jóhann Helgi Hlöðversson í samtali við Vísi. 15. nóvember 2022 08:02