Þetta kom fram í þættinum Matur og heilbrigði á Útvarpi Sögu í gær þar sem meðal annars var rætt við Ragnar Guðmundsson, stofnanda staðarins.
Ragnar sagði að fastagestir staðarins og skötuunnendur munu þó ekki þurfa að örvænta heldur verður venju samkvæmt boðið upp á skötu dagana fyrir jól. Í gegnum árin hefur mikill fjöldi fólks leitað á Lauga-Ás fyrir jólin til að fá sína skötu. Þorláksmessa vreður hins vegar síðasti dagurinn þar sem staðurinn verður opinn.
„Þá er minn tími búinn,“ segir Ragnar. Hann segir að þó verði áfram „eitthvert húllumhæ“ á staðnum í janúar en að það verði nánar auglýst síðar.
Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 þar sem sagt var frá 35 ára afmæli staðarins árið 2014.
Þó að Ragnar muni að hætta að standa vaktina muni sonur Ragnars, Guðmundur Ragnarsson, áfram starfrækja veisluþjónustuna. Þeir feðgar hafa rekið saman veitingastaðinn og veisluþjónustuna síðustu ár.