Það var enginn tilbúinn í þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 17. nóvember 2022 11:30 Regína Ósk hefur náð langt í tónlistinni en einnig gengið í gegnum erfiða tíma. Vísir/vilhelm Hún hefur verið ein vinsælasta söngkona landsins í að verða tuttugu ár. Hún er mikið Eurovision-nörd og tekið þátt fyrir Íslands hönd í keppninni sjálfri. Mikið fyrir hreyfingu, er trúuð og mikil fjölskyldukona. Regína Ósk Óskarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira. Einkalífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Í þættinum fer Regína yfir það tímabil þegar hún missti föður sinn og ákvað í kjölfarið að taka til hjá sjálfri sér og fór í algjöra lífsstílsbreytingu. Klippa: Einkalífið - Regína Ósk Óskarsdóttir „Hann fór bara alveg rosalega snöggt. Við fundum um jól og áramót að hann væri pínulítið slappur. Svo fer hann inn á spítala í janúar og fer síðan í hjartastopp daginn eftir og þaðan á gjörgæslu. Þá héldum við að hann væri bara að fara. Svo einhvern veginn kemur hann til baka og ég man að hann segir við okkur, hélduð þið að ég væri nokkuð farinn?,“ segir Regína og bendir á að pabbi hennar hafi sagt þetta í spaugilegum tón. „Hann missti ekki húmorinn. Svo kemur það í ljós eftir allar rannsóknir að hann er með ólækandi krabbamein. Þetta var algengt krabbamein í vissum hluta í Bandaríkjunum og þetta var rakið til þess að hann var að vinna í kringum aspest í gamla daga. Hann kemur aldrei aftur heim og þetta tók bara átta vikur. Það var enginn tilbúinn í þetta.“ Hún segir að það hafi verið gríðarlega erfitt að takast á við missinn. „Það fylgir þessu reiði og það er skrýtið að segja þetta svona en það er líka reiði út í það að hann var ekki þannig á sig kominn að hann gat tekið á sig lyfjameðferð. Hann var bara ekki búinn að fara alveg nægilega vel með sig og læknarnir sögðu að það myndi ekki þýða neitt að fara í lyfjameðferð. Þá fór ég að hugsa minn gang því ég ætla ekki að hafa það á minni ábyrgð að ég geti ekki tekist á við það sem mér er rétt í lífinu. Ef ég fæ einhvern sjúkdóm þá vil ég vera líkamlega undir það búin að takast á við hann,“ segir Regína en hún ræðir föðurmissinn þegar 26 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Regína einnig um ferilinn, Eurovision-ævintýrin, eiginmann sinn og börn, um þátttöku sína í Allir geta dansað, um Covid og margt margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira