Heitir því að íbúar Ölfuss fái að kjósa um jarðefnavinnsluna Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2022 21:42 Lóðin sem fyrirtækinu er ætluð er lengst til vinstri fyrir aftan húsið með bláa þakinu. Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna í Ölfusi heitir því að íbúar fái að kjósa um umdeilda jarðefnavinnslu í sveitarfélaginu. Fjölmennur íbúafundur var um málið í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Fjallað var um áformin í fréttum Stöðvar 2. Þau lúta að því að nýta Litla-Sandfell í Þrengslum sem námu fyrir íblöndunarefni í sement og skipa því út í Þorlákshöfn. Fyrirtækið Heidelberg, sem stendur að verkefninu, fékk húsfylli á kynningarfundi í gærkvöldi en það hafði áður dreift bæklingi þar sem sjá mátti útlitsdrög að byggingum í bænum. Litla-Sandfell í Þrengslum.Egill Aðalsteinsson Fyrirhuguð staðsetning bygginga milli fjörunnar norðan bæjarins og hafnarinnar er meðal þess sem Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans, segir fara fyrir brjósið á andstæðingum verkefnisins en hún gagnrýnir þá atvinnustefnu sem meirihluti sjálfstæðismanna stendur fyrir. „Hugmyndir um stórfellda námuvinnslu í bænum, sem alls ekki er sátt um á þessu stigi. En við sjáum hvert málið þróast,“ segir Ása Berglind, sem efnt hefur til undirskriftasöfnunar gegn verkefninu. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans.Arnar Halldórsson Formaður bæjarráðs, Grétar Ingi Erlendsson, hét því með með skýrum hætti á fundinum í gærkvöldi að íbúar fengju að kjósa um verkefnið, ef það á annað borð kæmist svo langt, en segir það ekki skýrast fyrr en um mitt næsta ár. „Það er kannski erfitt að rýna of fast í kristalskúluna því við vitum ekki ennþá hvernig þessi verkefni verða,“ segir bæjarstjórinn Elliði Vignisson og bendir á að með skipulagsvaldi leggi sveitarfélagið ákveðnar útlínur. „Það kemur til að mynda ekki til greina að flytja þrjár milljónir tonna af jarðefnum eftir þjóðvegakerfinu, eins og það er í dag, frá Litla-Sandfelli hingað niður í Þorlákshöfn.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson Þá verði ríkar kröfur gerðar til útlits bygginga og hvorki verði fallist á rykmengun né hljóðmengun. „Ef að fyrirtækin geta ekki brugðist við þessu eða gengið að þessum forsendum þá er verkefnunum sjálfhætt. En kurteisi og eðlileg viðbrögð eru að eiga bara í jákvæðum samskiptum og sjá hvort hægt er að láta svona stórhuga framkvæmdir verða að veruleika eða ekki. Og ef ekki, þá er það þannig. En ef þetta er hægt, í sátt við íbúa, með vilja íbúa, þá græða allir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ölfus Námuvinnsla Skipulag Umhverfismál Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. 16. nóvember 2022 12:25 Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Fjallað var um áformin í fréttum Stöðvar 2. Þau lúta að því að nýta Litla-Sandfell í Þrengslum sem námu fyrir íblöndunarefni í sement og skipa því út í Þorlákshöfn. Fyrirtækið Heidelberg, sem stendur að verkefninu, fékk húsfylli á kynningarfundi í gærkvöldi en það hafði áður dreift bæklingi þar sem sjá mátti útlitsdrög að byggingum í bænum. Litla-Sandfell í Þrengslum.Egill Aðalsteinsson Fyrirhuguð staðsetning bygginga milli fjörunnar norðan bæjarins og hafnarinnar er meðal þess sem Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi Íbúalistans, segir fara fyrir brjósið á andstæðingum verkefnisins en hún gagnrýnir þá atvinnustefnu sem meirihluti sjálfstæðismanna stendur fyrir. „Hugmyndir um stórfellda námuvinnslu í bænum, sem alls ekki er sátt um á þessu stigi. En við sjáum hvert málið þróast,“ segir Ása Berglind, sem efnt hefur til undirskriftasöfnunar gegn verkefninu. Ása Berglind Hjálmarsdóttir er bæjarfulltrúi Íbúalistans.Arnar Halldórsson Formaður bæjarráðs, Grétar Ingi Erlendsson, hét því með með skýrum hætti á fundinum í gærkvöldi að íbúar fengju að kjósa um verkefnið, ef það á annað borð kæmist svo langt, en segir það ekki skýrast fyrr en um mitt næsta ár. „Það er kannski erfitt að rýna of fast í kristalskúluna því við vitum ekki ennþá hvernig þessi verkefni verða,“ segir bæjarstjórinn Elliði Vignisson og bendir á að með skipulagsvaldi leggi sveitarfélagið ákveðnar útlínur. „Það kemur til að mynda ekki til greina að flytja þrjár milljónir tonna af jarðefnum eftir þjóðvegakerfinu, eins og það er í dag, frá Litla-Sandfelli hingað niður í Þorlákshöfn.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson Þá verði ríkar kröfur gerðar til útlits bygginga og hvorki verði fallist á rykmengun né hljóðmengun. „Ef að fyrirtækin geta ekki brugðist við þessu eða gengið að þessum forsendum þá er verkefnunum sjálfhætt. En kurteisi og eðlileg viðbrögð eru að eiga bara í jákvæðum samskiptum og sjá hvort hægt er að láta svona stórhuga framkvæmdir verða að veruleika eða ekki. Og ef ekki, þá er það þannig. En ef þetta er hægt, í sátt við íbúa, með vilja íbúa, þá græða allir,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ölfus Námuvinnsla Skipulag Umhverfismál Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. 16. nóvember 2022 12:25 Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42 Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01 Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Mótmæla harðlega fyrirhugaðri risaverksmiðju í Þorlákshöfn Risafyrirtækið Heidelberg Material blés til íbúafundar í Þorlákshöfn þar sem það kynnti áform sín um umsvif í bæjarfélaginu en þau eru af risavöxnum skala. 16. nóvember 2022 12:25
Heidelberg ætlar sér að reynast góður granni Þorsteinn Víglundsson, talsmaður HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. á Íslandi, segir að verkefni sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið. Og fái aldrei neinn framgang sem slíkt. 24. ágúst 2022 13:42
Óttast að breyta eigi Þorlákshöfn í ruslakistu fyrir iðnað sem enginn annar vill Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ. 19. ágúst 2022 07:01
Aðventistar takast á um námugröft innan sinna vébanda Í kvöld hefst kjörfundur kirkju Sjöundadags aðventista en þar má búast við því að tekist verði á um óbeina aðkomu Aðventkirkjunnar að risavöxnu verkefni HeidelbergCement í Þorlákshöfn. Vel gæti komið til hallarbyltingar innan safnaðarins. 22. september 2022 13:31