Fjárfestir í FTX stefnir Bankman-Fried, Bündchen, Curry og fleirum Bjarki Sigurðsson skrifar 17. nóvember 2022 11:20 Larry David, Bankman-Fried, Steph Curry, Gisele Bündchen og Tom Brady eru öll meðal stefndu. Getty Fjárfestir í rafmyntakauphöllinni FTX hefur stefnt fyrrverandi forstjóra og stofnenda hennar, Sam Bankman-Fried, og ellefu stjörnum sem auglýstu kauphöllina. Sá sem stefnir kauphöllinni segir þau kærðu hafa valdið því að fólk tapaði milljörðum dollara. Rafmyntakauphöllinn FTX óskaði í vikunni eftir gjaldþrotaskiptum. Eignir hallarinnar höfðu verið frystar degi áður og er starfsemi hennar og stofnanda hennar, Bankman-Fried, undir rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að óskað var eftir gjaldþrotaskiptum vék Bankman-Fried úr stóli forstjóra. Skömmu áður hafði önnur rafmyntakauphöll, Binance, sagst ætla að reyna að bjarga FTX. Þeir hættu þó við og lýstu því yfir að bókhald FTX væri einhvers konar svarthol. Viðskiptavinir FTX eru margir hverjir með fjárhæðir í formi rafmynta bundnar inni í kauphöllinni. Engum þeirra hefur tekist að selja rafmyntir sínar enda allar eignir FTX frosnar. Þá eru þær fjárhæðir sem kauphöllin ætti að eiga einfaldlega ekki til. Einn þeirra sem átti töluvert magn af rafmyntum í FTX, Edwin Garrison, hefur nú stefnt Bankman-Fried og ellefu manns sem tóku þátt í að auglýsa myntina. Meðal þeirra sem Garrison stefnir eru ruðningsstjarnan Tom Brady, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og körfuboltamaðurinn Steph Curry. Öll þrjú birtust í auglýsingum á vegum FTX. Þá eru tenniskonan Naomi Osaka og fjárfestirinn Kevin O‘Leary einnig nefnd í stefnunni en þau voru sérstakir sendiherrar rafmyntarinnar. Curb Your Enthusiasm-stjarnan Larry David er einnig hluti af stefnunni en hann lék í stærstu auglýsingu FTX sem sýnd var í hálfleikshléi Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum. Washington Post fjallaði um stefnuna í gær og tókst ekki að hafa samband við neinn af þeim stefndu. Í stefnunni er hvergi tekið fram hversu há upphæðin er sem Garrison krefst en hann nefnir einungis að þeir stefndu beri ábyrgð á milljarða tapi þeirra sem fjárfestu í kauphöllinni. Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rafmyntakauphöllinn FTX óskaði í vikunni eftir gjaldþrotaskiptum. Eignir hallarinnar höfðu verið frystar degi áður og er starfsemi hennar og stofnanda hennar, Bankman-Fried, undir rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess að óskað var eftir gjaldþrotaskiptum vék Bankman-Fried úr stóli forstjóra. Skömmu áður hafði önnur rafmyntakauphöll, Binance, sagst ætla að reyna að bjarga FTX. Þeir hættu þó við og lýstu því yfir að bókhald FTX væri einhvers konar svarthol. Viðskiptavinir FTX eru margir hverjir með fjárhæðir í formi rafmynta bundnar inni í kauphöllinni. Engum þeirra hefur tekist að selja rafmyntir sínar enda allar eignir FTX frosnar. Þá eru þær fjárhæðir sem kauphöllin ætti að eiga einfaldlega ekki til. Einn þeirra sem átti töluvert magn af rafmyntum í FTX, Edwin Garrison, hefur nú stefnt Bankman-Fried og ellefu manns sem tóku þátt í að auglýsa myntina. Meðal þeirra sem Garrison stefnir eru ruðningsstjarnan Tom Brady, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og körfuboltamaðurinn Steph Curry. Öll þrjú birtust í auglýsingum á vegum FTX. Þá eru tenniskonan Naomi Osaka og fjárfestirinn Kevin O‘Leary einnig nefnd í stefnunni en þau voru sérstakir sendiherrar rafmyntarinnar. Curb Your Enthusiasm-stjarnan Larry David er einnig hluti af stefnunni en hann lék í stærstu auglýsingu FTX sem sýnd var í hálfleikshléi Ofurskálarinnar í Bandaríkjunum. Washington Post fjallaði um stefnuna í gær og tókst ekki að hafa samband við neinn af þeim stefndu. Í stefnunni er hvergi tekið fram hversu há upphæðin er sem Garrison krefst en hann nefnir einungis að þeir stefndu beri ábyrgð á milljarða tapi þeirra sem fjárfestu í kauphöllinni.
Rafmyntir Fjártækni Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54 Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Frystu eignir FTX-rafmyntarkauphallarinnar Hrakfarir rafmyntarkauphallarinnar FTX sem varð fyrir áhlaupi innistæðueigenda í vikunni halda áfram. Yfirvöld á Bahamaeyjum frystu eignir dótturfélags FTX og þá berast fréttir af því að bandarísk yfirvöld rannsaki möguleg lögbrot stofnanda félagsins. 11. nóvember 2022 08:54
Ekkert íslensku rafmyntafyrirtækjanna í viðskiptum hjá FTX Ekkert þeirra íslensku fyrirtækja sem bjóða upp á fjárfestingar í rafmyntum samkvæmt heimild og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins voru í viðskiptum við rafmyntakauphöllina FTX. Fyrir helgi óskaði FTX eftir gjaldþrotaskiptum fyrir dómstóli í Bandaríkjunum. 14. nóvember 2022 15:33