Það voru þau Ekin-Su og Davide Sanclimenti sem unnu sigur í þáttaröð sumarsins. Gemma og Luca enduðu þó með þeim í úrslitunum.
Í færslu á Instagram í gær tilkynnti Gemma að þau ætluðu að halda hvort í sína áttina. Ákvörðunin væri ekki auðveld.
„Þetta það besta fyrir okkur bæði núna,“ segir hún þó og þakkar stuðninginn sem þau hafi fengið frá aðdáendum þáttanna.
