Morgunblaðið greinir frá.
Frá og með áramótum þurfa heimili á höfuðborgarsvæðinu að flokka sorp í fjóra flokka; blandaðan úrgang, pappa, plast og lífrænan úrgang. Í sumum tilvikum verður flokkunin ekki vandamál, þar sem ný tvískipt ílát verða á boðstólum.
Þá verður heimilum úthlutað grænni körfu og bréfpokum sem eru sérstaklega hannaðir fyrir lífrænan úrgang og þegar er búið að panta tvær milljónir slíkra poka. Innleiðing nýja kerfisins hefst í maí næstkomandi og á að ljúka í október 2023.
Daníel segist telja að formenn húsfélaga séu almennt jákvæðir gagnvart breytingunum en víða sé þetta þó stórt verkefni. Sums staðar muni þurfa að byggja sorpgerði utanhúss í stað þess að vera með sorpið í þröngum geymslum innandyra.
„Frávik í umgengni og frávik í flokkun veldur ákveðnum vandkvæðum í daglegum rekstri húsfélaga þannig að þetta mál er alltaf ljóslifandi fyrir forsvarsaðilum húsfélaga,“ segir hann.