„Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:46 Þorleifur segir stjórnvöld þurfa að taka stöðuna og setja nauðsynleg verkefni af stað með tilliti til almannahagsmuna. Fjarskiptastofa getur ekki afhent fjölmiðlum gögn er varða áhættumat vegna sæstrengjanna sem liggja til Íslands, þar sem gögnin eru bundin trúnaði vegna þjóðaröryggishagsmuna. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði