Eto'o ofurbjartsýnn fyrir hönd Afríku og spáir því að Kamerún verði heimsmeistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2022 15:01 Samuel Eto'o spáir því að Kamerúnar verði með HM-styttuna í sinni vörslu næstu fjögur árin. getty/Mohamed Farag Samuel Eto'o, forseti knattspyrnusambands Kamerún, er ofurbjartsýnn á gott gengi Afríkuþjóðanna á HM í Katar. Hann hefur sérstaklega mikla trú á sínum mönnum í kamerúnska landsliðinu. Fimm Afríkuþjóðir eru með á HM að þessu sinni og Eto'o spáir því að þær komist allar í útsláttarkeppnina, fjórar þeirra komist í átta liða úrslit og þrjár í undanúrslit. Ef spá Eto'os rætist mætast Kamerún og Senegal í öðrum undanúrslitaleiknum og Frakkland og Marokkó í hinum. Og gamli markahrókurinn spáir því að Kamerúnar og Marokkóar eigist við í úrslitum þar sem hans menn muni hafa betur. Samuel Eto's World Cup predictions are certainly something... pic.twitter.com/Obs5RvKiTW— SPORTbible (@sportbible) November 18, 2022 Spá Eto'os er nokkuð óhefðbundin. Hann spáir því meðal annars að Katar komist í átta liða úrslit með því að vinna England, Túnis sigri Argentínu í sextán liða úrslitunum og Marokkó leggi Spán að velli á sama stað í keppninni. Afríkuþjóð hefur aldrei komist í undanúrslit HM. Ganverjar voru hársbreidd frá því 2010 en Luis Suárez skarst þá í leikinn eins og frægt er. Kamerún komst einnig í átta liða úrslit 1990 og Senegal 2002. Eto'o lék 118 landsleiki á árunum 1997-2014 og skoraði 56 mörk. Hann er markahæstur í sögu kamerúnska landsliðsins. Eto'o var kjörinn forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins í desember á síðasta ári. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Fimm Afríkuþjóðir eru með á HM að þessu sinni og Eto'o spáir því að þær komist allar í útsláttarkeppnina, fjórar þeirra komist í átta liða úrslit og þrjár í undanúrslit. Ef spá Eto'os rætist mætast Kamerún og Senegal í öðrum undanúrslitaleiknum og Frakkland og Marokkó í hinum. Og gamli markahrókurinn spáir því að Kamerúnar og Marokkóar eigist við í úrslitum þar sem hans menn muni hafa betur. Samuel Eto's World Cup predictions are certainly something... pic.twitter.com/Obs5RvKiTW— SPORTbible (@sportbible) November 18, 2022 Spá Eto'os er nokkuð óhefðbundin. Hann spáir því meðal annars að Katar komist í átta liða úrslit með því að vinna England, Túnis sigri Argentínu í sextán liða úrslitunum og Marokkó leggi Spán að velli á sama stað í keppninni. Afríkuþjóð hefur aldrei komist í undanúrslit HM. Ganverjar voru hársbreidd frá því 2010 en Luis Suárez skarst þá í leikinn eins og frægt er. Kamerún komst einnig í átta liða úrslit 1990 og Senegal 2002. Eto'o lék 118 landsleiki á árunum 1997-2014 og skoraði 56 mörk. Hann er markahæstur í sögu kamerúnska landsliðsins. Eto'o var kjörinn forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins í desember á síðasta ári.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
G-riðill á HM í Katar: Sigurstranglegir Brassar vilja enda tuttugu ára bið Annað heimsmeistaramótið í röð eru Brasilía, Sviss og Serbía saman í riðli. Kosta Ríka var fjórða hjólið undir vagninum 2018 en að þessu sinni er það Kamerún. 17. nóvember 2022 11:01