Umhirða húðarinnar og næring í nýrri bók Forlagið 19. nóvember 2022 10:12 Höfundar bókarinnar eru þær Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir. Út er komin afar vegleg og falleg bók sem ber einfaldlega nafnið Húðbókin en eins og titillinn bendir til þá fjallar hún um húðina og flest sem henni viðkemur. Höfundar bókarinnar eru þær Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, en hún rekur húðmeðferðarstöðina Húðina skin clinic ásamt fleirum og margir lesendur kannast við hana sem einn af pistlahöfundum Bakþanka Fréttablaðsins. Sólveig, eða Solla Eiríks eins og hún er venjulega kölluð, er höfundur fjölbreyttra mataruppskrifta í bókinni. Solla hefur í áratugi starfað sem veitingakona og rekið veitingastaði ásamt því að halda vinsæl matreiðslunámskeið. Í bókinni er margvíslegur og aðgengilegur fróðleikur um húðina og hvernig hægt er að viðhalda heilbrigði hennar og ljóma. Fjallað er ýtarlega um hvernig lífsvenjur hafa áhrif á húðina og mikilvægi næringar fyrir heilbrigði húðarinnar, en sá þáttur er oft vanmetinn. Klippa: Lára og Solla segja frá Húðbókinni Bókin skiptist í fjóra hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um starfsemi húðarinnar, þær venjur sem geta bætt hana eða betra er að forðast og mismunandi húðgerðir. Í öðrum hluta eru fjölmargar uppskriftir Sollu að girnilegum og hollum mat sem eru sérsniðnar með næringu húðarinnar í huga auk þess sem hún miðlar ýmiss konar fróðleik um fjölbreytt og hollt mataræði. Í þriðja hluta er sýnt hvernig hægt er að næra húðina utan frá, kenndar léttar og gagnlegar andlitsæfingar og fjallað um algeng húðvandamál, svo sem sólarskaða, húðþurrk og bólur. Í fjórða hluta eru nokkrar einfaldar uppskriftir að náttúrulegum húðvörum sem hægt er að útbúa heima með lítilli fyrirhöfn. Ljósmyndirnar í bókinni eru einstaklega fallegar en þær tók Hildur Ársælsdóttir sem hefur langa reynslu af fjölbreyttri myndatöku, m.a. af mat og matargerð. Svo skemmtilega vill til að Hildur er dóttir Sollu svo bókin er afrakstur samstarfs þeirra mæðgna og Láru. Menning Heilsa Bókmenntir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
Höfundar bókarinnar eru þær Lára G. Sigurðardóttir og Sólveig Eiríksdóttir. Lára er læknir og doktor í lýðheilsuvísindum, en hún rekur húðmeðferðarstöðina Húðina skin clinic ásamt fleirum og margir lesendur kannast við hana sem einn af pistlahöfundum Bakþanka Fréttablaðsins. Sólveig, eða Solla Eiríks eins og hún er venjulega kölluð, er höfundur fjölbreyttra mataruppskrifta í bókinni. Solla hefur í áratugi starfað sem veitingakona og rekið veitingastaði ásamt því að halda vinsæl matreiðslunámskeið. Í bókinni er margvíslegur og aðgengilegur fróðleikur um húðina og hvernig hægt er að viðhalda heilbrigði hennar og ljóma. Fjallað er ýtarlega um hvernig lífsvenjur hafa áhrif á húðina og mikilvægi næringar fyrir heilbrigði húðarinnar, en sá þáttur er oft vanmetinn. Klippa: Lára og Solla segja frá Húðbókinni Bókin skiptist í fjóra hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um starfsemi húðarinnar, þær venjur sem geta bætt hana eða betra er að forðast og mismunandi húðgerðir. Í öðrum hluta eru fjölmargar uppskriftir Sollu að girnilegum og hollum mat sem eru sérsniðnar með næringu húðarinnar í huga auk þess sem hún miðlar ýmiss konar fróðleik um fjölbreytt og hollt mataræði. Í þriðja hluta er sýnt hvernig hægt er að næra húðina utan frá, kenndar léttar og gagnlegar andlitsæfingar og fjallað um algeng húðvandamál, svo sem sólarskaða, húðþurrk og bólur. Í fjórða hluta eru nokkrar einfaldar uppskriftir að náttúrulegum húðvörum sem hægt er að útbúa heima með lítilli fyrirhöfn. Ljósmyndirnar í bókinni eru einstaklega fallegar en þær tók Hildur Ársælsdóttir sem hefur langa reynslu af fjölbreyttri myndatöku, m.a. af mat og matargerð. Svo skemmtilega vill til að Hildur er dóttir Sollu svo bókin er afrakstur samstarfs þeirra mæðgna og Láru.
Menning Heilsa Bókmenntir Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp