Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 35-27 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslag Andri Már Eggertsson og Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifa 19. nóvember 2022 21:42 Haukar Selfoss. Olísdeild kvenna vetur 2022 handbolti HSÍ vísir/hulda margrét Haukar unnu átta marka sigur á HK 35-27. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og heimakonur bjuggu til forskot sem þær létu ekki af hendi. Haukar byrjuðu leikinn betur og tóku frumkvæðið. Sóknarleikur HK var ekki vaknaður og heimakonur refsuðu. Haukar komust þremur mörkum yfir 4-1 eftir tæplega fimm mínútna leik. HK komst í betri takt við leikinn og gestirnir jöfnuðu 8-8 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Í stöðunni 10-9 gerðu HK-ingar fjögur mörk í röð sem varð til þess að Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka tók leikhlé. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var allt í öllu í sóknarleik HK og gerði 4 mörk úr 5 skotum. Eftir leikhlé Ragnars kom meiri yfirvegun í sóknarleik Hauka og heimakonur fundu betri takt. HK gerði aðeins tvö mörk á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks og voru Haukar marki yfir í hálfleik 16-15. Haukar byrjuðu betur í seinni hálfleik og gerðu fyrstu tvö mörkin. HK hélt áfram að tapa boltanum klaufalega líkt og í fyrri hálfleik. Eftir tæplega 35 mínútna leik hafði HK tapað 10 boltum sem var sex boltum meira en Haukar. Gestirnir úr Kópavogi voru sjálfum sér verstar í seinni hálfleik. Varnarleikurinn gekk þokkalega en HK fékk tækifæri eftir tækifæri til að minnka forskot Hauka niður í 1-2 mörk þá kom óskynsöm ákvörðun sem endaði með töpuðum bolta. Haukar náðu að slíta sig frá HK fyrir rest og voru lokamínúturnar nokkuð þægilegar fyrir heimakonur. Haukar unnu á endanum átta marka sigur 35-27. Af hverju unnu Haukar? Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Haukar töluvert betri í síðari hálfleik. Í stöðunni 24-22 gerði HK aðeins eitt mark á átta mínútum og Haukar gengu á lagið. Sex mörkum yfir átti HK aldrei möguleika. Hverjar stóðu upp úr? Berglind Benediktsdóttir spilaði frábærlega og gerði 9 mörk 11 skotum. Venju samkvæmt átti Elín Klara Þorkelsdóttir skínandi leik. Elín Klara skoraði 7 mörk og var einnig með 11 löglegar stöðvanir. Hvað gekk illa? HK-ingar voru sjálfum sér verstar í kvöld. Aðra eins óskynsemi og kæruleysi hef ég ekki séð. HK kastaði boltanum trekk í trekk frá sér og töpuðu boltar HK enduði samtals í 16. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast Haukar og Valur klukkan 16:00. Á sama tíma eigast við Selfoss og HK. ,,Ætluðum okkur að skora tvö mörk í hverri sókn” Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var mjög svo svekktur eftir tapið gegn Haukum á Ásvöllum á þessu laugardagskvöldi. ,,Ég er gríðarlega svekktur, gríðarlega svekktur. Það vantaði bit í okkur. Bæði varnarlega og sóknarlega fannst mér vanta upp á. Það var allt of mikið um ódýr mörk þar sem við stóðum vörnina í smástund og fáum svo á okkur mark sem lekur inn. Við vorum ekki alveg nægilega klókar á móti þeim heldur.” ,,Við fórum að hiksta þegar þær falla niður í 6-0 vörn. Ég þarf að melta þetta aðeins betur og fara yfir þetta.” ,,Við erum með allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleik og við fáum lítið úr hraðaupphlaupunum… mér fannst við eiga að gera betur heilt yfir.” HK fékk nokkuð mörg tækifæri til að koma sér inn í leikinn áður en Haukar hlaupa í burtu með hann, en tapaðir boltar gerðu út um allir vonir HK-inga. ,,Það er enginn að reyna að henda boltanum í burtu, grípa hann ekki eða hvað það er. Það var óðagot á okkur, eins og við ætluðum að skora tvö mörk í hverri sókn. Við hlaupum fram úr okkur með þetta í seinni hálfleik.” HK situr á botni deildarinnar sem stendur en það er ekkert verið að fara að gefast upp. Það er nóg eftir. , ,Heilt yfir eru stelpurnar að taka skref í rétta átt þó við náum ekki stigi í dag. Það er ýmislegt sem er jákvætt, en það er klárt að við þurfum að vera mikið beittari til að hala inn fleiri stigum. Við þurfum að vera ákveðnari í að refsa þegar andstæðingurinn er að gera mistök. Vonandi kemur það í næsta leik sem er annar úrslitaleikur fyrir okkur. Við verðum að sleikja sárin og koma tvíefldar til baka.” ,,Það var gaman að sjá hvernig þetta er og komast inn í þetta” Elín Klara skoraði sjö mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Hin efnilega Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik í liði Hauka er liðið vann sigur á HK á Ásvöllum í kvöld. Ekki er þetta hennar fyrsti stórleikur á sínum unga ferli, né sá síðasti. Elín Klara skoraði sjö mörk og átti fjölmargar stoðsendingar í leiknum. ,,Ég er mjög sátt, þetta eru mikilvæg stig. Mér fannst vörnin ekki alveg nógu góð í fyrri hálfleik en svo byrjuðum við að spila almennilega vörn í síðari hálfleik og siglum yfir þær,” sagði Elín Klara eftir leik. ,,Við hlaupum mun betur til baka í seinni hálfleiknum og lokum á hraðaupphlaupin hjá þeim. Vörnin var mun betri.” Elín Klara, sem er 18 ára göul, lék sína fyrstu A-landsleiki á dögunum. Hvernig var sú reynsla? ,,Þetta var mjög góð reynsla og ég lærði mjög mikið af því, sérstaklega með því að æfa með þessum leikmönnum. Það var gaman að sjá hvernig þetta er og komast inn í þetta. Ég held bara áfram.” Elín talaði um það einnig í viðtalinu að framundan séu tveir mikilvægir leikir fyrir jólafrí. ,,Við ætlum að klára tvo síðustu leikina fyrir jól af krafti.” Olís-deild kvenna Haukar HK
Haukar unnu átta marka sigur á HK 35-27. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukar tóku frumkvæðið í seinni hálfleik og heimakonur bjuggu til forskot sem þær létu ekki af hendi. Haukar byrjuðu leikinn betur og tóku frumkvæðið. Sóknarleikur HK var ekki vaknaður og heimakonur refsuðu. Haukar komust þremur mörkum yfir 4-1 eftir tæplega fimm mínútna leik. HK komst í betri takt við leikinn og gestirnir jöfnuðu 8-8 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Í stöðunni 10-9 gerðu HK-ingar fjögur mörk í röð sem varð til þess að Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka tók leikhlé. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var allt í öllu í sóknarleik HK og gerði 4 mörk úr 5 skotum. Eftir leikhlé Ragnars kom meiri yfirvegun í sóknarleik Hauka og heimakonur fundu betri takt. HK gerði aðeins tvö mörk á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks og voru Haukar marki yfir í hálfleik 16-15. Haukar byrjuðu betur í seinni hálfleik og gerðu fyrstu tvö mörkin. HK hélt áfram að tapa boltanum klaufalega líkt og í fyrri hálfleik. Eftir tæplega 35 mínútna leik hafði HK tapað 10 boltum sem var sex boltum meira en Haukar. Gestirnir úr Kópavogi voru sjálfum sér verstar í seinni hálfleik. Varnarleikurinn gekk þokkalega en HK fékk tækifæri eftir tækifæri til að minnka forskot Hauka niður í 1-2 mörk þá kom óskynsöm ákvörðun sem endaði með töpuðum bolta. Haukar náðu að slíta sig frá HK fyrir rest og voru lokamínúturnar nokkuð þægilegar fyrir heimakonur. Haukar unnu á endanum átta marka sigur 35-27. Af hverju unnu Haukar? Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Haukar töluvert betri í síðari hálfleik. Í stöðunni 24-22 gerði HK aðeins eitt mark á átta mínútum og Haukar gengu á lagið. Sex mörkum yfir átti HK aldrei möguleika. Hverjar stóðu upp úr? Berglind Benediktsdóttir spilaði frábærlega og gerði 9 mörk 11 skotum. Venju samkvæmt átti Elín Klara Þorkelsdóttir skínandi leik. Elín Klara skoraði 7 mörk og var einnig með 11 löglegar stöðvanir. Hvað gekk illa? HK-ingar voru sjálfum sér verstar í kvöld. Aðra eins óskynsemi og kæruleysi hef ég ekki séð. HK kastaði boltanum trekk í trekk frá sér og töpuðu boltar HK enduði samtals í 16. Hvað gerist næst? Næsta laugardag mætast Haukar og Valur klukkan 16:00. Á sama tíma eigast við Selfoss og HK. ,,Ætluðum okkur að skora tvö mörk í hverri sókn” Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var mjög svo svekktur eftir tapið gegn Haukum á Ásvöllum á þessu laugardagskvöldi. ,,Ég er gríðarlega svekktur, gríðarlega svekktur. Það vantaði bit í okkur. Bæði varnarlega og sóknarlega fannst mér vanta upp á. Það var allt of mikið um ódýr mörk þar sem við stóðum vörnina í smástund og fáum svo á okkur mark sem lekur inn. Við vorum ekki alveg nægilega klókar á móti þeim heldur.” ,,Við fórum að hiksta þegar þær falla niður í 6-0 vörn. Ég þarf að melta þetta aðeins betur og fara yfir þetta.” ,,Við erum með allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleik og við fáum lítið úr hraðaupphlaupunum… mér fannst við eiga að gera betur heilt yfir.” HK fékk nokkuð mörg tækifæri til að koma sér inn í leikinn áður en Haukar hlaupa í burtu með hann, en tapaðir boltar gerðu út um allir vonir HK-inga. ,,Það er enginn að reyna að henda boltanum í burtu, grípa hann ekki eða hvað það er. Það var óðagot á okkur, eins og við ætluðum að skora tvö mörk í hverri sókn. Við hlaupum fram úr okkur með þetta í seinni hálfleik.” HK situr á botni deildarinnar sem stendur en það er ekkert verið að fara að gefast upp. Það er nóg eftir. , ,Heilt yfir eru stelpurnar að taka skref í rétta átt þó við náum ekki stigi í dag. Það er ýmislegt sem er jákvætt, en það er klárt að við þurfum að vera mikið beittari til að hala inn fleiri stigum. Við þurfum að vera ákveðnari í að refsa þegar andstæðingurinn er að gera mistök. Vonandi kemur það í næsta leik sem er annar úrslitaleikur fyrir okkur. Við verðum að sleikja sárin og koma tvíefldar til baka.” ,,Það var gaman að sjá hvernig þetta er og komast inn í þetta” Elín Klara skoraði sjö mörk í kvöldVísir/Hulda Margrét Hin efnilega Elín Klara Þorkelsdóttir átti stórleik í liði Hauka er liðið vann sigur á HK á Ásvöllum í kvöld. Ekki er þetta hennar fyrsti stórleikur á sínum unga ferli, né sá síðasti. Elín Klara skoraði sjö mörk og átti fjölmargar stoðsendingar í leiknum. ,,Ég er mjög sátt, þetta eru mikilvæg stig. Mér fannst vörnin ekki alveg nógu góð í fyrri hálfleik en svo byrjuðum við að spila almennilega vörn í síðari hálfleik og siglum yfir þær,” sagði Elín Klara eftir leik. ,,Við hlaupum mun betur til baka í seinni hálfleiknum og lokum á hraðaupphlaupin hjá þeim. Vörnin var mun betri.” Elín Klara, sem er 18 ára göul, lék sína fyrstu A-landsleiki á dögunum. Hvernig var sú reynsla? ,,Þetta var mjög góð reynsla og ég lærði mjög mikið af því, sérstaklega með því að æfa með þessum leikmönnum. Það var gaman að sjá hvernig þetta er og komast inn í þetta. Ég held bara áfram.” Elín talaði um það einnig í viðtalinu að framundan séu tveir mikilvægir leikir fyrir jólafrí. ,,Við ætlum að klára tvo síðustu leikina fyrir jól af krafti.”
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti