Lögregla lokið störfum á Bankastræti Club og djammið heldur áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2022 00:29 Birgitta Líf Björnsdóttir er einn eigenda Bankastræti Club. @birgittalif Skemmtistaðurinn Bankastræti Club verður opnaður á nýjan leik á morgun, laugardag. Forsvarsmenn staðarins segja að rannsókn lögreglu á vettvangi hnífstungunnar á klúbbnum á fimmtudagskvöld sé lokið. Djammið haldi áfram á morgun enda bæri staðurinn ekki ábyrgð á atburðunum á fimmtudagskvöld. Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Það var á tólfta tímanum í gærkvöldi sem á þriðja tug grímuklæddra karlmanna ruddist inn á skemmtistaðinn, fóru rakleiðis í herbergi á neðri hæð staðarins og eftir lágu þrír ungir karlmenn særðir eftir hnífsstungur. Hópurinn lét sig svo hverfa út í nóttina. Lögregla mætti á staðinn og voru þrír fluttir alvarlega særðir á bráðamóttöku Landspítalans. Tíu voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag. Fimm hafa verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ásthildur Bára Jensdóttir, meðeigandi Bankastræti Club sem stödd var á staðnum í gærkvöldi þegar hópurinn mætti á svæðið, áréttaði í samtali við Mbl.is í kvöld að skemmtistaðurinn bæri ekki ábyrgð á því sem hefði gerst. Eigendur og starfsfólk væri í áfalli. Ásthildur treysti sér ekki í viðtal við fréttastofu fyrr í dag. Þá er Birgitta Líf Björnsdóttir, sem á þriðjungshlut í staðnum og mætti kalla andlit staðarins sem opnaður var sumarið 2021, stödd í fríi á Balí. Í færslu á Instagram-síðu skemmtistaðarins í kvöld kemur fram að lokað hafi verið í kvöld og öllum sem voru á staðnum í gær boðin áfallahjálp. Opnað verði á ný á laugardag. Staðurinn var lokaður í dag en opnar aftur dyr sínar á morgun.vísir/vilhelm „Stunguárásir í miðbæ Reykjavíkur hafa orðið allt of algengar upp á síðkastið. Þetta er alvarleg og sorgleg þróun,“ segir í færslunni. Staðurinn sé í Samtökum reykvískra skemmtistaða sem berjist gegn ofbeldi. Farið verði yfir alla verkferla og öryggisgæsla aukin til að tryggja öryggi viðskiptavina. „Við erum svo þakklát fyrir viðbrögð þeirra sem komu að atburðarásinni í Bankastræti í gær. Starfsfólki, dyravörðum, gestum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Allir brugðust rétt við.“ Þá er nefnt að tveir dyraverðir hafi verið á vakt eins og reglur segi til um. Það hafi ekki verið nóg til að stöðva 27 vopnaða menn sem hafi verið með skýran ásetning að hafa uppi á einstaklingum og gera þeim mein.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira