Mikil úrkoma fyrir austan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 08:11 Spáin fyrir miðnætti. Veðurstofan Gera má ráð fyrir talsverðri mikilli rigningu á sunnanverðu landinu til Austfjarða um helgina. Vegfarendur á leið við Reynisfjall og undir Eyjafjöllum eru varaðir við öflugum vindhviðum. Undanfarna daga hefur verið varað við töluverðri rigningu á Austfjörðum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. Ekki er gert ráð fyrir mikilli rigningu annars staðar á landinu. Þá mun hvessa talsvert sunnanlands í dag. Reikna má með staðbundnu hvassvirði undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall með öflugum vindhviðum síðdegis Vegfarendur sunnanlands eru hvattir til að hafa þetta í huga og aka eftir aðstæðum. Dregur síðan úr vindi og úrkomu sunnanlands í kvöld, en hvessir þá jafnframt eystra. Veðurhorfur á landinu Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s og úrkomulítið fyrir norðan síðdegis, en 13-20 og rigning sunnanlands. Lægir syðst í kvöld, en hvessir heldur fyrir austan. Suðaustan 8-15 á morgun, hvassast á annesjum og víða skúrir, en rigning með köflum austantil. Hiti 1 til 8 stig, mildast austast. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Rigning, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst. Á mánudag: Austan 8-15 m/s og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru, en rigning suðaustantil. Hiti 0 til 6 stig, svalast norðaustantil. Á þriðjudag og miðvikudag: Austan- og norðaustanstrekkingur og sums staðar dálítil rigning eða slydda, en bjart að mestu suðvestanlands. Hiti í kringum frostmark. Útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðaustlæga átt. Líkur á slyddu öðru hvoru fyrir norðan og austan, rigningu syðst, annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið varað við töluverðri rigningu á Austfjörðum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. Ekki er gert ráð fyrir mikilli rigningu annars staðar á landinu. Þá mun hvessa talsvert sunnanlands í dag. Reikna má með staðbundnu hvassvirði undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall með öflugum vindhviðum síðdegis Vegfarendur sunnanlands eru hvattir til að hafa þetta í huga og aka eftir aðstæðum. Dregur síðan úr vindi og úrkomu sunnanlands í kvöld, en hvessir þá jafnframt eystra. Veðurhorfur á landinu Vaxandi austan- og suðaustanátt, 8-15 m/s og úrkomulítið fyrir norðan síðdegis, en 13-20 og rigning sunnanlands. Lægir syðst í kvöld, en hvessir heldur fyrir austan. Suðaustan 8-15 á morgun, hvassast á annesjum og víða skúrir, en rigning með köflum austantil. Hiti 1 til 8 stig, mildast austast. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðaustan og austan 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Rigning, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst. Á mánudag: Austan 8-15 m/s og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru, en rigning suðaustantil. Hiti 0 til 6 stig, svalast norðaustantil. Á þriðjudag og miðvikudag: Austan- og norðaustanstrekkingur og sums staðar dálítil rigning eða slydda, en bjart að mestu suðvestanlands. Hiti í kringum frostmark. Útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðaustlæga átt. Líkur á slyddu öðru hvoru fyrir norðan og austan, rigningu syðst, annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira