Fótbolti

Sara Björk tryggði Juventus sigur á lokasekúndunum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Söru Björk er hér fagnað af liðsfélögum sínum eftir sigurmarkið í dag.
Söru Björk er hér fagnað af liðsfélögum sínum eftir sigurmarkið í dag. Vísir/Getty

Sara Björk tryggði Juventus 2-1 sigur gegn Parma í ítölsku Serie A deildinni í dag. Bæði mörk Juventus í dag komu í uppbótartíma.

Sara Björk var í byrjunarliði Juventus í dag sem fyrir leikinn í dag var í .3sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Fiorenteina og sjö stigum á eftir toppliði Roma.

Parma komst yfir á 19.mínútu leiksins þegar Melania Martinovic skoraði. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Parma og hún hélst þannig þar til komið var í uppbótartíma. Á 92.mínútu skoraði Lisa Boattin og jafnaði metin í 1-1 og þegar komið var fram á sjöttu mínútu í uppbótartíma skoraði Sara Björk sigurmark Juventus eftir sendingu frá Cristiana Girelli.

Sigurinn fleytir Juventus upp í 2.sæti deildarinnar en Fiorentina er tveimur stigum á eftir og á leik til góða.

Þá spilaði Glódís Perla Viggósdóttir allan leikinn fyrir FC Bayern Munchen sem lagði Duisburg á útivelli í þýska bikarnum í dag. Hvorki Karólína Lea Vilhjálmsdóttir né Cecilía Rán Rúnarsdóttir voru í leikmannahópi Bayern í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×