Íslendingur í Katar segir gagnrýnina óvægna: „Hafa ekki notið vafans“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. nóvember 2022 22:01 Jónas Grani Garðarsson hefur starfað í Katar frá árinu 2016. Úr einkasafni Jónas Grani Garðarsson, fyrrum leikmaður FH og Fram í efstu deild, sem nú starfar sem sjúkraþjálfari í Katar, segir gagnrýni Evrópuríkja í garð Katara eiga til að vera ósanngjarna. Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan. HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira
Markahrókurinn Jónas Grani Garðarsson sem vann gullskóinn í efstu deild með Fram árið 2007 hefur búið og starfað sem sjúkraþjálfari í Katar frá árinu 2016. Hann segir að kostnaður í kringum mótið sé ýktur. „Þegar kostnaður við HM í Katar er reiknaður, þá reiknar fólk bara með öllu sem er gert. Það er náttúrulega algjört bull og er svo sem í takt við ýmislegt annað sem við heyrum af. Menn hafa nú ekki svitnað mikið norður í Evrópu við að afla sér upplýsinga,“ segir Jónas Grani. Klippa: Íslendingur í Katar ósáttur við umræðuna „Kostnaður við HM sem slíkt er svipaður og við önnur heimsmeistaramót en kostnaðurinn við að breyta Katar og Doha eins og þeir settu sér markmið um árið 1995, hann er gríðarlegur. Heimsmeistaramótið kom bara inn í það plan, það er plan sem heitir Katar 2030,“. „HM er bara einn kafli í þeirri bók,“ segir Jónas Grani. ILO segi Katar geta verið fordæmi Katarar hafa sætt mikilli gagnrýni vegna mannréttindamála en Jónas segir þá gagnrýni í fjölmiðlum á köflum vera óvægna. „Þeir viðurkenna það að ýmislegt hefur farið forgörðum en Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur verið með skrifstofu hérna síðan 2018. Samkvæmt því sem þeir segja, ef einhver myndi taka mark á þeim, til dæmis, þá er þeirra mat að eins og staðið er að hlutum í dag - þá verði Katar fordæmi við næstu stóru keppni.“ „En eins og staðan var 2013-15 og kannski þar á undan, var það ekki. En það þýðir að fyrsta kvörtunin til alþjóðavinnumálastofnunarinnar kom 2013 og svo var komin hingað skrifstofa 2018.“ segir Jónas Grani. Hafi spilað spillingarleikinn líkt og aðrir Katar er sagt hafa keypt mótið en Jónas segir það einnig eiga við um önnur heimsmeistaramót á þessari öld. „Þeir fengu að mér finnst ósanngjarnt kastljós og hafa ekki notið vafans. Ég held það hafi bara verið ein leið til þess að fá þetta hingað og á þessum tíma. Það var bara að sannfæra menn,“ „Eins og flestir aðrir efast ekkert um það að peningar og gjafir fóru á milli, það er bara þannig sem menn fá heimsmeistaramótið, því miður. En þetta er ekki fyrsta mótið sem þú getur sagt að hafi verið keypt,“ segir Jónas Grani. Viðtalið við Jónas Grana má sjá í spilaranum að ofan.
HM 2022 í Katar Katar FIFA Íslendingar erlendis Mannréttindi Tengdar fréttir Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01 Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13 Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01 Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Sjá meira
Óttast öldu nauðgana í Katar | Þau sem kæra gætu sjálf lent í fangelsi Gestur sem sækir Katar heim til að fylgjast með heimsmeistaramótinu gæti sjálfur lent í fangelsi kæri hann nauðgun. Mannréttindasamtök óttast öldu nauðgana á meðan á mótinu stendur. 19. nóvember 2022 15:01
Subway á Íslandi hættir við auglýsingar á RÚV yfir HM Stjarnan ehf., einkaleyfishafi Subway á Íslandi, hefur ákveðið að draga til baka þær auglýsingar sem félagið hafði keypt hjá RÚV fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Félagið ætlar þess í stað að gefa andvirði auglýsinganna til góðgerðasamtaka. 19. nóvember 2022 14:13
Einn sá spilltasti tapaði áfrýjun og verður loks framseldur til Bandaríkjanna Trínidadinn Jack Warner, fyrrum varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, tapaði í gær áfrýjun fyrir áfrýjunarrétti breska samveldisins í Lundúnum og má því vera framseldur frá heimalandi sínu til Bandaríkjanna vegna stórfelldra spillingarmála. 18. nóvember 2022 12:01
Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48