Tekur sér frí vegna fornæmis fyrir Alzheimer Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. nóvember 2022 17:45 Hér má sjá Chris Hemsworth ásamt leikstjóranum og framleiðandanum Darren Aronofsky á Limitless forsýningu í New York. Getty/Theo Wargo Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu vegna nýuppgötvaðs fornæmis fyrir Alzheimer sjúkdómnum. Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið