Hvorki list né vísindi að selja banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2022 12:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telur að góð stjórnsýsla sé lykilatriði þegar kemur að því að selja ríkisiseignir. Það sé hvorki list né vísindi að selja banka. Hún telur jafn framt að sú aðferð sem beitt var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor henti ekki sérstaklega vel í jafn litlu samfélagi og á Íslandi. Þetta var á meðal þess sem kom fram í viðtali við Katrínu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi Katrínu út í hennar skoðun á nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðun um söluferlið, umræðu um hana og það sem hún afhjúpaði. „Mitt mat á þessari skýrslu er að hún sé góð. Hún sé greinargóð. Það er mitt mat. Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott. Þarna er bent á stóru línurnar: Jájá, salan var almennt hagfelld fyrir ríkið en það eru annmarkar. Það er farið bara mjög vel yfir þessa annmarka sem mér finnst að við eigum að taka alvarlega,“ sagði Katrín. Á meðal þess sem kom fram í skýrslunni var að vinnu hennar hafi ítrekað komið fram af hálfu Bankasýslu ríkisins og ráðgjafa hennar að úrvinnsla söluferlisins væri frekar í ætt við list en vísindi. Góð stjórnsýsla lykilatriði Katrín taldi raunar í viðtalinu að hvorugt ætti við. Góð stjórnsýsla væri hins vegar lykilatriði. „Ég segi það að þegar Bankasýslan segir að það eru nú ekki vísindi að selja banka heldur list. Ég held kannski að þetta sé bara hvorugt. Hvorki list né vísindi. En ég held að það þurfi að hafa í huga góða stjórnsýslu þegar það verið að selja ríkiseign. Ég er nú bara svona einföld. Ég ætla bara að halda því til haga.“ Sem var ekki gert, eða hvað? „Það sem er bent á í skýrslunni, ef að við bara tökum hana alvarlega. Það er auðvitað það að ákvarðanir, það er skortur á því að þær séu skjalfestar og þar með þetta gagnsæi tryggt þannig að það hægt sé, eins og það er orðað, að prófa ferlið eftir á. Það hefur verið bent á það.“ Ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka sem stendur til að selja, þó óvíst er hvenær ráðist verður í það verkefni.Vísir/Vilhelm Sagði Katrín að stærsta málið í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar væri kannski ekki það hvert endanlegt verð hafi verið eða hvort að fást hafi mátt hærra verð fyrir hlut ríkisins. „Þá held ég að stærsta málið í þessu sé kannski traustið. Það er það sem mér finnst stærsti vandinn.“ Það hafi rýrnað? „Ég segi það.“ Hvaða afleiðingar hefur það ef traustið hefur rýrnað? „Það þarf að endurskoða þetta fyrirkomulag á því sem við höfum haft um sölu á eignarhlut í bankanum,“ sagði Katrín. Stendur algjörlega við það að leggja Bankasýsluna niður eftir að hafa lesið skýrsluna Sagði hún einnig að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður Bankasýsluna væri ákvörðun sem hún standi algjörlega við eftir lestur skýrslunnar. Skort hafi á gagnsæi við söluna og hvaða viðmiðum var farið eftir þegar verið var að vega saman hvaða markmið sölunnar ættu að vega þyngst í söluferlinu. „Þegar um er að ræða sölu á ríkiseignum þá gilda auðvitað önnur lögmál en þegar þú ert að selja þína eigin prívat eign á markaði. Þá komum við aftur að þessi með að rekja ákvarðanir, að skjalfesta ákvarðanir, að gagnsæi ríkji um ákvarðanir,“ sagði Katrín. Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.Vísir „En algjörlega finnst mér þetta koma út og í raun og veru þessi kannski skortur á því að gera grein fyrir því með skýrum hætti þegar þú ert að vega saman markmið eins og dreifing á eignarhaldi, verð og annað slíkt, nákvæmlega hvaða viðmið þú ert með. Það er kannski það sem kallað er list en ekki vísindi. En það þarf eigi að síður að ríkja fullt gagnsæi um það,“ sagði hún enn fremur. Söluaðferðin henti ekki íslensku samfélagi Þá telur hún að söluaðferðinni sem var beitt, hið svokallaða tilboðsferli þar sem völdum fjárfestum innlendum sem erlendum gafst kostur á að taka þátt, henti ekki í íslensku samfélagi. „Svo náttúrulega eftir á að hyggja þá finnst mér eins og þessi aðferð hafi ekkert hentað sérstaklega vel í svona rosalega litlu samfélagi sem Ísland er,“ sagði Katrín sem rifjaði einnig upp að Bankasýslan hafi lagst gegn því að listi yfir þá sem fengu að kaupa í bankanum í umræddu útboði yrði birtur. „Það snerti mig gríðarlega illa, þegar þessi ráðgjöf kemur. Það fannst mér bera vott um að hér væri djúpt skilningsleysi á því hvað það þýðir að skilja ríkiseign.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í viðtali við Katrínu á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar spurði Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi Katrínu út í hennar skoðun á nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðun um söluferlið, umræðu um hana og það sem hún afhjúpaði. „Mitt mat á þessari skýrslu er að hún sé góð. Hún sé greinargóð. Það er mitt mat. Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott. Þarna er bent á stóru línurnar: Jájá, salan var almennt hagfelld fyrir ríkið en það eru annmarkar. Það er farið bara mjög vel yfir þessa annmarka sem mér finnst að við eigum að taka alvarlega,“ sagði Katrín. Á meðal þess sem kom fram í skýrslunni var að vinnu hennar hafi ítrekað komið fram af hálfu Bankasýslu ríkisins og ráðgjafa hennar að úrvinnsla söluferlisins væri frekar í ætt við list en vísindi. Góð stjórnsýsla lykilatriði Katrín taldi raunar í viðtalinu að hvorugt ætti við. Góð stjórnsýsla væri hins vegar lykilatriði. „Ég segi það að þegar Bankasýslan segir að það eru nú ekki vísindi að selja banka heldur list. Ég held kannski að þetta sé bara hvorugt. Hvorki list né vísindi. En ég held að það þurfi að hafa í huga góða stjórnsýslu þegar það verið að selja ríkiseign. Ég er nú bara svona einföld. Ég ætla bara að halda því til haga.“ Sem var ekki gert, eða hvað? „Það sem er bent á í skýrslunni, ef að við bara tökum hana alvarlega. Það er auðvitað það að ákvarðanir, það er skortur á því að þær séu skjalfestar og þar með þetta gagnsæi tryggt þannig að það hægt sé, eins og það er orðað, að prófa ferlið eftir á. Það hefur verið bent á það.“ Ríkið á enn stóran hlut í Íslandsbanka sem stendur til að selja, þó óvíst er hvenær ráðist verður í það verkefni.Vísir/Vilhelm Sagði Katrín að stærsta málið í tengslum við skýrslu Ríkisendurskoðunar væri kannski ekki það hvert endanlegt verð hafi verið eða hvort að fást hafi mátt hærra verð fyrir hlut ríkisins. „Þá held ég að stærsta málið í þessu sé kannski traustið. Það er það sem mér finnst stærsti vandinn.“ Það hafi rýrnað? „Ég segi það.“ Hvaða afleiðingar hefur það ef traustið hefur rýrnað? „Það þarf að endurskoða þetta fyrirkomulag á því sem við höfum haft um sölu á eignarhlut í bankanum,“ sagði Katrín. Stendur algjörlega við það að leggja Bankasýsluna niður eftir að hafa lesið skýrsluna Sagði hún einnig að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður Bankasýsluna væri ákvörðun sem hún standi algjörlega við eftir lestur skýrslunnar. Skort hafi á gagnsæi við söluna og hvaða viðmiðum var farið eftir þegar verið var að vega saman hvaða markmið sölunnar ættu að vega þyngst í söluferlinu. „Þegar um er að ræða sölu á ríkiseignum þá gilda auðvitað önnur lögmál en þegar þú ert að selja þína eigin prívat eign á markaði. Þá komum við aftur að þessi með að rekja ákvarðanir, að skjalfesta ákvarðanir, að gagnsæi ríkji um ákvarðanir,“ sagði Katrín. Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.Vísir „En algjörlega finnst mér þetta koma út og í raun og veru þessi kannski skortur á því að gera grein fyrir því með skýrum hætti þegar þú ert að vega saman markmið eins og dreifing á eignarhaldi, verð og annað slíkt, nákvæmlega hvaða viðmið þú ert með. Það er kannski það sem kallað er list en ekki vísindi. En það þarf eigi að síður að ríkja fullt gagnsæi um það,“ sagði hún enn fremur. Söluaðferðin henti ekki íslensku samfélagi Þá telur hún að söluaðferðinni sem var beitt, hið svokallaða tilboðsferli þar sem völdum fjárfestum innlendum sem erlendum gafst kostur á að taka þátt, henti ekki í íslensku samfélagi. „Svo náttúrulega eftir á að hyggja þá finnst mér eins og þessi aðferð hafi ekkert hentað sérstaklega vel í svona rosalega litlu samfélagi sem Ísland er,“ sagði Katrín sem rifjaði einnig upp að Bankasýslan hafi lagst gegn því að listi yfir þá sem fengu að kaupa í bankanum í umræddu útboði yrði birtur. „Það snerti mig gríðarlega illa, þegar þessi ráðgjöf kemur. Það fannst mér bera vott um að hér væri djúpt skilningsleysi á því hvað það þýðir að skilja ríkiseign.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sprengisandur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira