Fyrir leikinn í dag voru liðin bæði með átta stig eftir tólf leiki í deildinni en Leipzig hefur lyft sér aðeins ofar í töflunni eftir tvo sigra í röð.
Það var hins vegar aldrei spurning hverjir færu með sigur af hólmi í leiknum í dag. Leipzig komst í 6-1 strax í upphafi leiks og leiddi 18-11 í hálfleik.
Í síðari hálfleik héldu leikmenn Leipzig svo í forystuna. Þeir komust mest tíu mörkum yfir í stöðunni 31-21 og unnu að lokum 33-26 sigur. Þetta er þriðji sigurleikur liðsins í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins, sannkölluð draumabyrjun hjá Rúnari.