„Fyrir mér er þetta löngu búið“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 21:35 Kristófer Acox tróð boltanum oftar en einu sinni í kvöld, í körfurnar sem hann þekkir svo vel í Vesturbænum. VÍSIR/BÁRA Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. „Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer. Subway-deild karla KR Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
„Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer.
Subway-deild karla KR Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira