Þórir tók Evrópumetið af Bengt og Breivik og heimsmetið af Onesta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 10:01 Þórir Hergeirsson er sá sigursæltasti af landsliðsþjálfurum á stórmótum í handbolta. AP/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson tók til sína alls konar met með frábærum árangri sínum á Evrópumóti kvenna í handbolta sem lauk í gær. Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Þórir gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fimmta sinn í gær þegar Noregur vann 27-25 sigur á Danmörku í úrslitaleiknum. Norska liðið var fjórum mörkum undir, 18-22, þegar seinni hálfleikur var um það til hálfnaður en vann síðustu sextán mínútur leiksins 9-3 og tryggði sér gullið. Þórir bætti með þessu Evrópumet sem var áður í eigu tveggja kunna þjálfara en fyrir þetta mót var Þórir jafn þeim Bengt Johansson og Marit Breivik. Bengt Johansson gerði sænska karlalandsliðið fjórum sinnum að Evrópumeisturum frá 1994 til 2002 en sænska landsliðið vann fjögur af fyrstu fimm Evrópumótum karla. Marit Breivik jafnaði afrek Bengt þegar hún gerði norska kvennalandsliðið að Evrópumeisturum í fjórða sinn árið 2008. Það var jafnframt hennar síðasta mót með norska liðið. Þórir hafði verið aðstoðarþjálfari Breivik frá 2001 og tók því beinan þátt í að vinna þrjú af þessum Evrópumótagullum. Þórir jafnaði met þeirra Bengt og Breivik fyrir tveimur árum og bætti það í gær þegar norsku stelpurnar vörðu Evrópumeistaratitilinn sinn. Þetta voru líka fjórtándu verðlaun norska kvennalandsliðsins á stórmótum undir stjórn Þóris og með því fór hann fram úr verðlaunasafni umræddar Marit Breivik. Á meðan níu af fjórtán verðlaunum Þóris hafa verið gull þá voru bara sex af þrettán verðlaunum norska liðsins undir stjórn Breivik gullverðlaun. Þórir er nú sá þjálfari sem hefur unnið flest gullverðlaun á stórmótum eða níu. Þórir fór nefnilega fram úr Frakkanum Claude Oneste sem vann átta gullverðlaun sem þjálfari franska landsliðsins frá 2001 til 2016. Norsku stelpurnar fagna sigri með því að lyfta Evrópubikarnum í gær.AP/Zsolt Czegledi Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
Flestir Evrópumeistaratitlar þjálfara: 5 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs 2010, 2014, 2016, 2020, 2022) 4 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar 1994, 1998, 2000 og 2002) 4 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs 1998, 2004, 2006, 2008) 3 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands 2006, 2010 og 2014) - Flest gullverðlaun þjálfara á stórmótum: 9 - Þórir Hergeirsson (Kvennalið Noregs á HM (3), EM (5) og ÓL (1)) 8 - Claude Onesta (Karlalið Frakklands á HM (3), EM (3) og ÓL (2)) 6 - Bengt Johansson (Karlalið Svíþjóðar á HM (2) og EM (4)) 6 - Marit Breivik (Kvennalið Noregs á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) 6 - Ulrik Wilbek (Karlalið Dana og kvennalið Dana á HM (1), EM (4) og ÓL (1)) - Verðlaun Þóris Hergeirssonar sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins: 9 gull (EM 2010, HM 2011, ÓL 2012, EM 2014, HM 2015, EM 2016, EM 2020, HM 2021, EM 2022) 2 silfur (EM 2012, HM 2017) 3 brons (HM 2009, ÓL 2016, ÓL 2021) Samtals 14 verðlaun
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira