Pallíettur, pils og Peaky Blinders einkenna jólatískuna í ár Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. nóvember 2022 11:00 Eva Birna Ormslev, innkaupastjóri Bestseller, er með puttann á púlsinum er viðkemur tískunni og hennar nýjustu straumum. Saga Sig Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og jólatónleikar, jólahlaðborð, jólaboð og hinir ýmsu viðburðir því á næsta leyti. Það er því ekki seinna vænna að byrja huga að því hverju skal klæðast yfir hátíðirnar. Vísir ræddi við Evu Birnu Ormslev, eina fremstu tískudrottningu landsins, um hvað verður heitast í jólatískunni í ár. Jólaviðburðir hafa verið í algjöru lágmarki síðustu tvö ár sökum heimsfaraldurs. Jogginggallinn var því einkennisklæðnaður ansi margra í desember eins og aðra mánuði í heimsfaraldri. Nú heyra samkomutakmarkanir, „jólakúlur“ og jólaboð á Zoom hins vegar sögunni til. Jólahald er loksins með eðlilegum hætti og því er fullt tilefni til þess að gefa jogginggallanum hvíld og finna sér eitthvað fínt til þess að klæðast um hátíðirnar. Sér minna af kjólum í ár Eva Birna Ormslev er innkaupastjóri Bestseller sem rekur búðirnar Vero Moda, Vila, Jack and Jones, Selected og Name It. Það má því með sanni segja að hún lifi og hrærist í tískubransanum. Eva er sjálf með einstaklega fallegan stíl og er alltaf með puttann á púlsinum er viðkemur tísku. Eva Birna er með einstaklega fallegan stíl Eva lifir og hrærist í tískubransanum.Saga Sig Hvað verður heitast í jólatískunni í ár? „Það sem mér finnst sérstaklega áberandi eru glimmer og pallíettur eins og síðustu ár. Mér finnst alltaf gaman að sjá fallega liti og mér finnst litirnir áberandi í ár. Við erum að sjá minna af kjólum og meira af fallegum buxum, drögtum, pilsum og fallegum toppum.“ Glimmer og pallíettur eru alltaf áberandi um hver jól.Bestseller Eva segir að fallegir toppar komi sterkir inn við buxur og pils.Bestseller Þrátt fyrir að Eva segist sjá minna af kjólum fyrir þessi jól, eru alls konar fallegir kjólar í boði.Bestseller Klassík í bland við nýjungar í herratískunni Þegar kemur að herratískunni segir Eva að köflótt og svört jakkaföt séu klassík sem við munum sjá mikið af þessi jólin líkt og áður en þó í bland við fjölbreyttari nýjungar. „Við sjáum svolítið af skrautlegum buxum í alls kyns köflóttum litum. Við erum mikið spurð út í dökkar skyrtur en hingað til hefur hvít skyrta verið aðalmálið. Mér finnst gaman að sjá svolitla fjölbreytni í jakkafötum og við höfum verið að fá tweed buxur, blazer og vesti, axlarbönd og slaufur sem er svolítið í anda Peaky Blinders.“ Herratískan þessi jólin er svolítið í anda Peaky Blinders sjónvarpsþáttanna.bestseller Köflóttar buxur eru alltaf klassík.bestseller Köflótt jakkaföt og tweed efni eru áberandi í herratískunni.bestseller Rauður stendur alltaf fyrir sínu Hvaða flík er að þínu mati nauðsynleg í fataskápinn í desember? „Hlý og góð yfirhöfn, ullarkápa eða frakki, loðjakki og góð peysa.“ Þegar kemur að þeim litum sem verða hvað heitastir þessi jólin segir Eva að svartur, rauður, grænn og brúnn verði áberandi. Þá segir hún að rauði liturinn verði jafnvel áberandi alveg fram á vor. Eva telur hins vegar að við munum sjá minna af skærum litum og pastel litum, sem hafa verið vinsælir síðustu ár. Rauður er alltaf vinsæll litur um jólin en Eva Birna telur þó að liturinn verði áberandi fram á vorið.Bestseller Brúnn litur verður áberandi í tískunni í vetur.bestseller Falleg ullarkápa er nauðsyn í fataskápinn yfir vetrartímann að mati Evu.bestseller Ullarfrakkar eru ekki síður áberandi í herratískunni. Hlý og góð peysa er staðalbúnaður yfir íslenska veturinn.bestseller Bestseller er með mikið úrval af fallegum peysum.bestseller Dreymir um grænan pallíettukjól fyrir þessi jól Aðspurð hvort glimmer og pallíettur eigi einhvern tíman eftir að detta úr tísku segist Eva svo sannarlega vona ekki. Sjálfa dreymir hana um grænan pallíettukjól fyrir þessi jól. „Ég kollféll alveg fyrir honum þegar ég sá hann fyrst í innkaupum í Danmörku í mars og hef beðið eftir honum síðan þá,“ en Eva segist reyna að kaupa sér nýtt dress fyrir hver einustu jól. Eva Birna kolféll fyrir þessum græna pallíettukjól þegar hún sá hann fyrst í vor.bestseller „Síðustu tvö ár var jogginggallinn jólaflíkin og ég held að við getum öll glaðst yfir því að geta klætt okkur upp og fagnað jólunum með vinum og fjölskyldu, farið á hina ýmsu viðburði og gert okkur glaðan dag,“ segir Eva að lokum. Tíska og hönnun Jól Mest lesið Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalag dagsins: Högni Egilsson flytur Yfir fannhvíta jörð Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Hefðin er engin hefð Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól
Jólaviðburðir hafa verið í algjöru lágmarki síðustu tvö ár sökum heimsfaraldurs. Jogginggallinn var því einkennisklæðnaður ansi margra í desember eins og aðra mánuði í heimsfaraldri. Nú heyra samkomutakmarkanir, „jólakúlur“ og jólaboð á Zoom hins vegar sögunni til. Jólahald er loksins með eðlilegum hætti og því er fullt tilefni til þess að gefa jogginggallanum hvíld og finna sér eitthvað fínt til þess að klæðast um hátíðirnar. Sér minna af kjólum í ár Eva Birna Ormslev er innkaupastjóri Bestseller sem rekur búðirnar Vero Moda, Vila, Jack and Jones, Selected og Name It. Það má því með sanni segja að hún lifi og hrærist í tískubransanum. Eva er sjálf með einstaklega fallegan stíl og er alltaf með puttann á púlsinum er viðkemur tísku. Eva Birna er með einstaklega fallegan stíl Eva lifir og hrærist í tískubransanum.Saga Sig Hvað verður heitast í jólatískunni í ár? „Það sem mér finnst sérstaklega áberandi eru glimmer og pallíettur eins og síðustu ár. Mér finnst alltaf gaman að sjá fallega liti og mér finnst litirnir áberandi í ár. Við erum að sjá minna af kjólum og meira af fallegum buxum, drögtum, pilsum og fallegum toppum.“ Glimmer og pallíettur eru alltaf áberandi um hver jól.Bestseller Eva segir að fallegir toppar komi sterkir inn við buxur og pils.Bestseller Þrátt fyrir að Eva segist sjá minna af kjólum fyrir þessi jól, eru alls konar fallegir kjólar í boði.Bestseller Klassík í bland við nýjungar í herratískunni Þegar kemur að herratískunni segir Eva að köflótt og svört jakkaföt séu klassík sem við munum sjá mikið af þessi jólin líkt og áður en þó í bland við fjölbreyttari nýjungar. „Við sjáum svolítið af skrautlegum buxum í alls kyns köflóttum litum. Við erum mikið spurð út í dökkar skyrtur en hingað til hefur hvít skyrta verið aðalmálið. Mér finnst gaman að sjá svolitla fjölbreytni í jakkafötum og við höfum verið að fá tweed buxur, blazer og vesti, axlarbönd og slaufur sem er svolítið í anda Peaky Blinders.“ Herratískan þessi jólin er svolítið í anda Peaky Blinders sjónvarpsþáttanna.bestseller Köflóttar buxur eru alltaf klassík.bestseller Köflótt jakkaföt og tweed efni eru áberandi í herratískunni.bestseller Rauður stendur alltaf fyrir sínu Hvaða flík er að þínu mati nauðsynleg í fataskápinn í desember? „Hlý og góð yfirhöfn, ullarkápa eða frakki, loðjakki og góð peysa.“ Þegar kemur að þeim litum sem verða hvað heitastir þessi jólin segir Eva að svartur, rauður, grænn og brúnn verði áberandi. Þá segir hún að rauði liturinn verði jafnvel áberandi alveg fram á vor. Eva telur hins vegar að við munum sjá minna af skærum litum og pastel litum, sem hafa verið vinsælir síðustu ár. Rauður er alltaf vinsæll litur um jólin en Eva Birna telur þó að liturinn verði áberandi fram á vorið.Bestseller Brúnn litur verður áberandi í tískunni í vetur.bestseller Falleg ullarkápa er nauðsyn í fataskápinn yfir vetrartímann að mati Evu.bestseller Ullarfrakkar eru ekki síður áberandi í herratískunni. Hlý og góð peysa er staðalbúnaður yfir íslenska veturinn.bestseller Bestseller er með mikið úrval af fallegum peysum.bestseller Dreymir um grænan pallíettukjól fyrir þessi jól Aðspurð hvort glimmer og pallíettur eigi einhvern tíman eftir að detta úr tísku segist Eva svo sannarlega vona ekki. Sjálfa dreymir hana um grænan pallíettukjól fyrir þessi jól. „Ég kollféll alveg fyrir honum þegar ég sá hann fyrst í innkaupum í Danmörku í mars og hef beðið eftir honum síðan þá,“ en Eva segist reyna að kaupa sér nýtt dress fyrir hver einustu jól. Eva Birna kolféll fyrir þessum græna pallíettukjól þegar hún sá hann fyrst í vor.bestseller „Síðustu tvö ár var jogginggallinn jólaflíkin og ég held að við getum öll glaðst yfir því að geta klætt okkur upp og fagnað jólunum með vinum og fjölskyldu, farið á hina ýmsu viðburði og gert okkur glaðan dag,“ segir Eva að lokum.
Tíska og hönnun Jól Mest lesið Gaf foreldrum sínum hræðilega jólagjöf sem var fljótt látin hverfa Jól Jóladagatal Vísis: Reykjavíkurdætur negla All Out of Luck Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jólalag dagsins: Högni Egilsson flytur Yfir fannhvíta jörð Jól Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum Jól Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól Jólalag dagsins: Sigga Beinteins flytur Senn koma jólin Jól Hefðin er engin hefð Jól Mandarínu-möndlukökur: Sætt en sykurlaust jólagóðgæti Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól
Var fram á aðfangadag að vinna að jólakveðju fyrir Apple: „Þetta var svo geggjað draumaverkefni“ Jól