„Ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. nóvember 2022 21:58 Teitur Örn Einarsson var markahæsti maður Flensburg er liðið lagði Val í Evrópudeildinni í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson var markahæsti leikmaður Flensburg með sjö mörk er þýska stórliðið vann fimm marka sigur gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur var gestur í setti að leik loknum. Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum. Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Teitur skoraði fimm af sínum sjö mörkum í síðari hálfleik, en segir þó að hann hafi ekki endilega breytt miklu í sínum leik í hálfleikshléinu. „Ég bara hitti betur á það í seinni eða eitthvað. Ég veit það í rauninni ekki. Við fórum bara eftir okkar plani og það gekk upp í dag,“ sagði Teitur. Þrátt fyrir það að mikill getumunur sé á íslensku og þýsku deildinni í handbolta segir Teitur að hann og liðsfélagar hans hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu sterkir Valsmenn geta verið og því hafi skipt miklu máli að undirbúa sig vel fyrir leik kvöldsins. „Við vissum alveg hvað þeir gætu og hversu mikið þeir myndu hlaupa. Þannig að það kom okkur í raun ekkert á óvart og við vorum mjög vel stemmdir fyrir þennan leik. Það var ekkert vanmat í gangi og Valsararnir sýndu það líka að þeir eru hörkulið sem þarf að takast á við gundrað prósent.“ Þá bætti Teitur einnig við að hraðinn sem Valsmenn bjóða upp á sé ekki eitthvað sem hann hefur vanist í þýsku úrvalsdeildinni. „Nei ekki svona mikill myndi ég segja. Þeir hlaupa svakalega og stoppa bara ekki. Það er bara fulla ferð og þvílíkt „respect“ á þá fyrir það.“ „Ég passaði mig alveg á því að láta liðsfélagana vita að þetta væri ekekrt grín að koma hingað og halda bara að við værum að fara að labba yfir þá. Þetta eru allt strákar sem kunna handbolta og síðan eru þeir svo vel skipulagðir og hlaupa svo mikið að ég var alveg búinn að hamra á því við menn að þetta yrði ekkert djók.“ Teitur hrósaði ekki bara Valsliðinu sjálfu, heldur einnig umgjörðinni og stemningunni í kringum leikinn. „Þetta var alveg geggjað að spila hérna fyrir framan fullt Valsheimili. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður og þetta frábær stemning.“ Teitur hefur ekki verið í eins stóru hlutverki hjá Flensburg og á síðasta tímabili og segir að þetta hafi verið hans besti leikur á tímabilinu. „Klárlega á þessu tímabili já. Auðvitað myndi maður alltaf vilja spila meira, en ég get ekkert sett út á það þegar besti maður liðsins er búinn að vera í sömu stöðu og ég.“ Teitur og félagar hafa nú unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni og Selfyssingurinn segir að markmiðið sé að fara taplaus í gegnum riðilinn. „Það er klárlega markmiðið og við erum alveg með liðið í það þannig ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,“ sagði Teitur að lokum.
Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30 „Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54 Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Flensburg 32-37 | Sómi að frammistöðu Vals Þýska stórliðið Flensburg sigraði Íslands- og bikarmeistara Vals, 32-37, í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta karla í kvöld. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í keppninni en Þjóðverjarnir eru með fullt hús stiga. 22. nóvember 2022 21:30
„Ekkert óeðlilegt við að Flensburg vinni pípara og hárgreiðslumann“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, kvaðst stoltur af sínu liði eftir tapið fyrir Flensburg, 32-37, í Evrópudeildinni í kvöld. 22. nóvember 2022 21:54