Gerðu sér vonir um að spila um verðlaun ef allt gengi upp en unnu svo mótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2022 10:00 Norska liðið fagnar eftir sigurinn á því danska, 27-25, í úrslitaleik EM. epa/ANTONIO BAT Þórir Hergeirsson gerði sér vonir um að norska kvennalandsliðið í handbolta myndi spila um verðlaun á EM í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi enda höfðu fjórir lykilmenn helst úr lestinni frá síðasta stórmóti, HM 2022. Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir. EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Noregur stóð uppi sem sigurvegari á EM sem lauk á sunnudaginn. Þetta var í níunda sinn sem norska liðið verður Evrópumeistari og í fimmta sinn undir stjórn Þóris. Norðmenn urðu heimsmeistarar á Spáni í fyrra en fjórir lykilmenn úr því liði voru ekki með á EM. Veronica Christiansen var meidd og Kari Brattsett Dale, Camilla Herren og Sanna Solberg-Isaksen barnshafandi. Sjö nýliðar voru í norska liðinu sem varð Evrópumeistari.epa/ANTONIO BAT „Óneitanlega fórum við inn í mótið með meira spurningarmerki. En við vorum með mjög mikilvæga leikmenn með okkur, meðal annars tvo bestu markverðina; Katharine Lunde og Silje Solberg. Síðan voru við með okkar bestu sóknarmenn í Noru Mörk, Stine Oftedal og Henny Reistad,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. „Svo þurftum við að endurbyggja varnarleikinn og fá leikmenn sem hafa verið á nokkrum mótum en ekki í stóru hlutverki. Þær þurftu að stíga upp. Svo vorum við með sjö nýliða í hópnum. Og það er alltaf spurning hvernig nýir leikmenn tækla þetta og hversu góðir þeir eldri eru að fá þessa yngri með sér. Við höfðum væntingar um, ef allt gengi upp, að spila um verðlaun. Það var markmið.“ Klippa: Þórir hafði hóflegar væntingar Góður taktur var í norska liðinu frá fyrsta leik og nýju mennirnir komu vel inn í það. „Svo gekk þetta bara nokkuð vel. Þær sem drógu vagninn og þessar reyndu gerðu það mjög vel. Svo voru þessar nýju sem hoppuðu út í djúpu laugina og gerðu það mjög vel.“ Þórir segir hægara sagt en gert að komast í norska liðið. Þó sé reynt að gera allt sem mögulegt er til að undirbúa leikmenn fyrir það. „Það er mjög erfitt að slá sig inn í þetta lið því þar eru leikmenn á heimsmælikvarða. En við erum með gott kerfi í þessu. Okkur finnst við fá mjög mikið út úr vinnunni með yngri landsliðin og þar hugsum við mest um að þróa leikmenn og gera þær sjálfstæðar,“ sagði Þórir. Að hans sögn er það innprentað í unga leikmenn að þeir séu ábyrgir fyrir eigin velgengni. „Þeir þurfa að taka ábyrgð á því ferðalagi sem það er að verða A-landsliðsmaður í norsku liði sem hefur alltaf þá kvöð á sér að vinna til verðlauna.“ Noregur hefur unnið til fjórtán verðlauna á stórmótum undir stjórn Þóris Hergeirssonar.epa/ANTONIO BAT Norðmenn eru líka með „rekrutt“ landslið, eins B-landslið eða þróunarlandslið sem Þórir segir að gegni mikilvægu hlutverki í þróun ungra leikmanna. „Leikmenn fara þangað inn eftir að þeir eru búnir í yngri landsliðunum. Þar erum við að reyna að móta leikmenn þar og undirbúa þá fyrir að koma inn í A-landsliðið. Mér finnst það hafa komið vel út. Þær stelpur sem hafa verið í rekrutt landsliðinu síðustu ár hafa tekið góð skref inn í A-landsliðið,“ sagði Þórir.
EM kvenna í handbolta 2022 Norski handboltinn Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira