Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 23. nóvember 2022 20:15 Menntskælingar virðast missáttir með breytingarnar. Vísir/Egill Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. Tilkynnt var um endalok Stjörnutorgs í síðasta mánuði og tóku sumir fréttunum nærri sér. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen og verða nýir staðir opnaðir þar í bland við þá eldri. Stjörnutorg hefur í gegnum árin verið hreiður Verslinga í matarhléum en þeir voru allt annað en sáttir í kveðjuhófinu í dag. „Þetta er alveg hræðilegt, ég mun sakna torgsins. Þetta á ekki við menntskælinga - að vera að versla við einhverja svona rándýra matsölustaði, þeir vilja versla á torginu,“ segir Erling Edwald sem viðstaddur var kveðjuhófið í dag. Vinur hans, Þór Trausti, tekur undir og segir að yfirbragð nýja veitingasvæðisins beri með sér að veitingar þar verði mun dýrari. „Ég skil pælinguna að vera að gera þetta svona fínt og flott og svoleiðis. En það er svo mikill persónuleiki í Stjörnutorgi. Þú ert með svo náttúrulegt ljós hérna og krúttlega bása. Þetta er svo mikil sameining, mér finnst ljótt að það sé verið að taka þetta í burtu frá okkur. Þannig að ég er súr,“ segir Viktor Sigurðsson. Finnst þér þetta aðför gegn æsku ykkar? „Þvílík, klárt mál.“ Vísir var í beinni útsendingu frá kveðjuhófinu á Stjörnutorgi í dag. Hægt er að horfa á upptöku af útsendingunni hér að neðan. Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Tímamót Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Landsmenn kveðja Stjörnutorg Stjörnutorgi verður lokað í dag eftir 23 ára starfsemi. Kveðjuhóf fer fram á svæðinu klukkan 11:30 og verður Vísir í beinni útsendingu frá tímamótunum. 23. nóvember 2022 10:46 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. 22. nóvember 2022 18:44 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Tilkynnt var um endalok Stjörnutorgs í síðasta mánuði og tóku sumir fréttunum nærri sér. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen og verða nýir staðir opnaðir þar í bland við þá eldri. Stjörnutorg hefur í gegnum árin verið hreiður Verslinga í matarhléum en þeir voru allt annað en sáttir í kveðjuhófinu í dag. „Þetta er alveg hræðilegt, ég mun sakna torgsins. Þetta á ekki við menntskælinga - að vera að versla við einhverja svona rándýra matsölustaði, þeir vilja versla á torginu,“ segir Erling Edwald sem viðstaddur var kveðjuhófið í dag. Vinur hans, Þór Trausti, tekur undir og segir að yfirbragð nýja veitingasvæðisins beri með sér að veitingar þar verði mun dýrari. „Ég skil pælinguna að vera að gera þetta svona fínt og flott og svoleiðis. En það er svo mikill persónuleiki í Stjörnutorgi. Þú ert með svo náttúrulegt ljós hérna og krúttlega bása. Þetta er svo mikil sameining, mér finnst ljótt að það sé verið að taka þetta í burtu frá okkur. Þannig að ég er súr,“ segir Viktor Sigurðsson. Finnst þér þetta aðför gegn æsku ykkar? „Þvílík, klárt mál.“ Vísir var í beinni útsendingu frá kveðjuhófinu á Stjörnutorgi í dag. Hægt er að horfa á upptöku af útsendingunni hér að neðan.
Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Tímamót Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Landsmenn kveðja Stjörnutorg Stjörnutorgi verður lokað í dag eftir 23 ára starfsemi. Kveðjuhóf fer fram á svæðinu klukkan 11:30 og verður Vísir í beinni útsendingu frá tímamótunum. 23. nóvember 2022 10:46 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. 22. nóvember 2022 18:44 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Bein útsending: Landsmenn kveðja Stjörnutorg Stjörnutorgi verður lokað í dag eftir 23 ára starfsemi. Kveðjuhóf fer fram á svæðinu klukkan 11:30 og verður Vísir í beinni útsendingu frá tímamótunum. 23. nóvember 2022 10:46
Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31
Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. 22. nóvember 2022 18:44
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög