Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2022 21:21 Svona er gert ráð fyrir að gatnamótin verði að fossinum Dynjanda. Til vinstri sést hvernig leggja á veginn upp úr Búðavík í Dynjandisvogi. Til hægri sést veglína upp Dynjandisdal. Vegagerðin Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaða vegagerð í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Fossinn Dynjandi og umhverfi hans eru friðlýst og því er ný vegarlagning þar vandmeðfarin. Svona verður veglínan um Búðavík, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.Vegagerðin Vegagerðin hafði í umhverfismati kynnt tvær leiðir sem báðar höfðu sína galla. Önnur tillagan var að fylgja núverandi vegstæði, sem þýddi að fornminjar í Búðavík færu undir veginn við breikkun hans, auk þess sem krappar beygjur myndu haldast. Hin tillagan var að skera nýjan veg upp í fjallshlíðina ofan Búðavíkur, sem þýddi talsvert rask í hlíðinni en beinni veg. Nýr vegur fyrir Meðalnes liggur núna í fjöruborðinu. Gamli vegurinn, ofarlega til vinstri, lá uppi í hlíðinni. Verkefnið framundan er að endurbyggja veginn um Dynjandisvog.Arnar Halldórsson Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur núna samþykkt að fara milliveginn; það er málamiðlun sem Vegagerðin hafði kynnt; að fylgja núverandi vegstæði að mestu en færa veginn örlítið ofar í brekkuna í Búðavík, hlífa fornu búðatóftunum þar í fjöruborðinu, og skera veginn upp í klettana í víkinni. Þannig tekst að gera veginn meira aflíðandi og fækka kröppum beygjum. Gatnamótin að Dynjanda færast jafnframt örlítið norðar. Leiðin um Dynjandisdal. Veglínan fylgir að mestu núverandi vegi.Vegagerðin Um Dynjandisdal upp með Svíná er gert ráð fyrir að fylgja núverandi veglínu að mestu, vegurinn þó réttur af á einum kafla og ein beygja tekin þar af. Mesta breytingin verður efst við Afréttarvatn þar sem valin er ný veglína á tveggja og hálfs kílómetra kafla þar sem vegurinn fer upp á Dynjandisheiði. Mesta breyting veglínu verður við Afréttarvatn.Vegagerðin Og þeir sem standa á efstu fossbrún Dynjanda, svona munu þeir sjá til vegarins undir fjallshlíðinni fjær. Sjónarhorn af fossbrún Dynjanda.Vegagerðin Frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna er til 8. desember. Hvenær ráðist verður í vegagerðina er hins vegar óvíst en það skýrist væntanlega með næstu samgönguáætlun á nýju ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. 4. nóvember 2021 17:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um fyrirhugaða vegagerð í Dynjandisvogi í Arnarfirði. Fossinn Dynjandi og umhverfi hans eru friðlýst og því er ný vegarlagning þar vandmeðfarin. Svona verður veglínan um Búðavík, samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.Vegagerðin Vegagerðin hafði í umhverfismati kynnt tvær leiðir sem báðar höfðu sína galla. Önnur tillagan var að fylgja núverandi vegstæði, sem þýddi að fornminjar í Búðavík færu undir veginn við breikkun hans, auk þess sem krappar beygjur myndu haldast. Hin tillagan var að skera nýjan veg upp í fjallshlíðina ofan Búðavíkur, sem þýddi talsvert rask í hlíðinni en beinni veg. Nýr vegur fyrir Meðalnes liggur núna í fjöruborðinu. Gamli vegurinn, ofarlega til vinstri, lá uppi í hlíðinni. Verkefnið framundan er að endurbyggja veginn um Dynjandisvog.Arnar Halldórsson Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur núna samþykkt að fara milliveginn; það er málamiðlun sem Vegagerðin hafði kynnt; að fylgja núverandi vegstæði að mestu en færa veginn örlítið ofar í brekkuna í Búðavík, hlífa fornu búðatóftunum þar í fjöruborðinu, og skera veginn upp í klettana í víkinni. Þannig tekst að gera veginn meira aflíðandi og fækka kröppum beygjum. Gatnamótin að Dynjanda færast jafnframt örlítið norðar. Leiðin um Dynjandisdal. Veglínan fylgir að mestu núverandi vegi.Vegagerðin Um Dynjandisdal upp með Svíná er gert ráð fyrir að fylgja núverandi veglínu að mestu, vegurinn þó réttur af á einum kafla og ein beygja tekin þar af. Mesta breytingin verður efst við Afréttarvatn þar sem valin er ný veglína á tveggja og hálfs kílómetra kafla þar sem vegurinn fer upp á Dynjandisheiði. Mesta breyting veglínu verður við Afréttarvatn.Vegagerðin Og þeir sem standa á efstu fossbrún Dynjanda, svona munu þeir sjá til vegarins undir fjallshlíðinni fjær. Sjónarhorn af fossbrún Dynjanda.Vegagerðin Frestur til að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytinguna er til 8. desember. Hvenær ráðist verður í vegagerðina er hins vegar óvíst en það skýrist væntanlega með næstu samgönguáætlun á nýju ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40 Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. 4. nóvember 2021 17:45 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. 27. júní 2022 23:22
Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. 14. júní 2022 15:40
Ísfirðingar komast langleiðina að Dynjanda á bundnu slitlagi Nýr vegarkafli í Arnarfirði með bundnu slitlagi var opnaður umferð eftir hádegi í dag. Hann er 4,3 kílómetra langur milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Vegurinn um Meðalnes og Mjólkárhlíð færist við þetta úr fjallshlíðinni og niður undir fjöruborð. 4. nóvember 2021 17:45