Sjálfstæðisflokkurinn þarf að greiða fasteignagjöld í Hveragerði Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2022 11:48 Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hveragerðis eru undrandi á þeirri ákvörðun meirihlutans að hætta að fella niður fasteignagjöld vegna fasteigna í bænum sem eru í eigu stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem á fasteign í bænum. Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur. Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ákveðið var að fella niður niðurfellingu á slíkum fasteignagjöldum á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn sögðu það „skrýtið nú [ætti] að fara að mismuna [félagasamtökum] eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum“. Í greinargerð með nýjum reglum um framlög til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í Hveragerði kemur fram að gildandi reglur um styrki til stjórnmálasamtaka hafi verið þrenns konar hjá bænum – það er beinn fjárstyrkur, kaup á auglýsingu í blöð stjórnmálasamtaka og loks niðurfelld fasteignagjöld til stjórnmálasamtaka sem eiga fasteignir. „Í nýjum reglum er niðurfelling fasteignagjalda felld út en óeðlilegt er að mismuna stjórnmálasamtökum með framlög eftir því hvort þau eiga fasteignir eða kjósa fremur að leigja húsnæði til lengri eða skemmri tíma. Með nýjum reglum lækkar heildarupphæð framlaga Hveragerðisbæjar til stjórnmálasamtaka að meðaltali um 8% frá því sem nú er,“ segir í greinargerðinni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sjálfstæðisflokkurinn eini stjórnmálaflokkurinn í Hveragerði sem á fasteign í bænum og hefur hann því notið styrks frá bænum sem aðrir flokkar hafa ekki notið þar sem þeir hafi ekki átt fasteign. Gildandi reglur hafi þannig leitt til þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafa sloppið við greiðslu rúmlega 320 þúsund króna í fasteignagjöld á þessu ári vegna niðurfellingar fasteignagjalda. Fasteign Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði stendur við Mánamörk 1 og er um að ræða samkomusal þar sem flokksmenn hittast. Segja að verið sé að mismuna Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, þeirra Öldu Pálsdóttur og Sigmars Karlssonar, vegna málsins segir að sveitarfélagið hafi verið að niðurgreiða fasteignagjöld fyrir öll önnur frjáls félagasamtök, hvort sem það séu stjórnmálafélög, íþróttafélög, leikfélög eða Rauði krossinn. „Því er skrýtið að nú eigi að fara að mismuna félögum eftir því hvaða skoðanir þau hafi í stjórnmálum. Við á D-listanum höfum í gegn um tíðina lagt okkur fram við að styðja við alls kyns félagasamtök (óháð pólitískum skoðunum) og veltum því fyrir okkur út frá þessari stefnu hvort að nýr meirihluti ætli sér ekki að gera það í framtíðinni,“ segir í bókun Öldu og Sigmars. Bæjarfulltrúar Okkar Hveragerðis og Framsóknarflokksins mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn hafði þar áður stýrt bæjarmálunum í Hveragerði um margra ára skeið undir forystu Aldísar Hafsteinsdóttur.
Hveragerði Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent