Umræðan hafði mikil áhrif á næturlífið: „Þetta var ákveðinn draugabær“ Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 12:10 Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Arnar Þór Gíslason hafa mikla reynslu af veitingarekstri í miðbæ Reykjavíkur. Stöð 2/Egill Lítið sem ekkert var að gera á öldurhúsum miðbæjar Reykjavíkur í gærkvöldi og í nótt. Veitingamenn segja umræðu undanfarinna daga ótvírætt hafa fælt fólk frá næturlífinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gær vegna árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Umræða um meinta yfirvofandi hættu í bænum um helgina hafði mikil áhrif þá sem starfa í næturhagkerfinu svokallaða. Veitingamaður segir bæinn hafa verið draugabæ í nótt og annar gagnrýnir hversu mikla athygli málið og menn tengdir því hafa fengið í fjölmiðlum undanfarið í samtali við fréttastofu. „Ég held að fjölmiðlar mættu aðeins passa sig á því að gefa ekki þessum gengjum eða klíkum of mikinn hljómgrunn í sinni umfjöllun. Ég sé engan tilgang með því að gefa þeim meiri athygli en þeir eiga skilið, sem sagt enga. Þar sem þetta bitnar á fjölda fyrirtækja og lífsviðurværi fólks í miðbænum, hvort sem það er starfsfólk eða eigendur staðanna, eins og sannaði sig í gærkvöldi,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda fyrirtækis sem rekur fjölda veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Þeirra á meðal eru Lebowski bar og Irishman. Hrósar lögreglunni Hann segist þó fagna auknum sýnileika lögreglunnar í miðbænum í nótt og því að lögreglan hafi ekki reynt að fæla fólk frá næturlífinu. Þá vonar hann að fólk hiki ekki við að fara út á lífið í kvöld. „Ég vona að kvöldið í kvöld verði betra og fólk átti sig á því að allir staðir sem eru með tilskilin leyfi eru dyraverði og eru að passa upp á öryggi gesta. Ég hvet fólk endilega til að koma í bæinn og að sjálfsögðu ganga hægt um gleðinnar dyr. En ég held að það þurfi ekki að vera óttaslegið. Ef lögreglan segir að það sé öruggt að skemmta sér í miðbænum, þá held ég að það sé rétt, eins og sannaði sig í gær,“ segir hann. Margir staðir skelltu snemma í lás Vísir náði tali af Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einum eigenda Priksins og stofnenda Samtaka reykvískra skemmtistaða, hann sagði að miðbærinn hafi ekki verið upp á sitt besta í gærkvöldi. „Það var engin mannmergð í Reykjavík í nótt, þetta var ákveðinn draugabær ef út í það er farið. Fólk virðist hafa tekið það til sín að sækja ekki skemmtanalífið eins og vaninn hefur verið. Þá segir hann að fjölmargir skemmtistaðir hafi ákveðið að skella fyrr í lás en venjulega vegna gestaþurrðar. Sjálfur ákvað hann að loka Prikinu klukkan hálf tvö í nótt í stað hálf fimm að morgni. Skemmd epli skemma fyrir restinni Geoffrey segir það alvarlegt fyrir skemmtistaði að þurfa að loka snemma vegna lítils fjölda djammþyrstra. „Þetta sýnir okkur hversu aðgerðir nokkurra skemmdra epla geta eyðilagt mikið fyrir restinni, við skulum bara orða það þannig. Þetta er mikill skellur og leiðindaástand. Vonandi getum við farið að ala fólk meira á öryggi en ótta hér í Reykjavík. Þá segir hann að aukinn viðbúnaður lögreglu í nótt sé skiljanlegur og af hinu góða. „Það er ekki viðvera lögreglu sem fældi fólk frá miðbænum í gær,“ segir hann. Þá slær Geoffrey á sama streng og Arnar Þór og hvetur fólk til að láta sjá sig í bænum í kvöld. „Þó það sé rigning og vesen þá erum við í stuði og viljum bjóða upp á öruggar skemmtanir, það er lykillinn í þessu. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Samtök reykvískra skemmtistaða fordæma allt ofbeldi og vopnaburð Samtök reykvískra skemmtistaða hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atburða síðustu viku. Vísað er til árásarinnar á Bankastræti Club þegar hópur manna réðst inn á staðinn og beittu eggvopnum. 24. nóvember 2022 16:30 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gær vegna árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Umræða um meinta yfirvofandi hættu í bænum um helgina hafði mikil áhrif þá sem starfa í næturhagkerfinu svokallaða. Veitingamaður segir bæinn hafa verið draugabæ í nótt og annar gagnrýnir hversu mikla athygli málið og menn tengdir því hafa fengið í fjölmiðlum undanfarið í samtali við fréttastofu. „Ég held að fjölmiðlar mættu aðeins passa sig á því að gefa ekki þessum gengjum eða klíkum of mikinn hljómgrunn í sinni umfjöllun. Ég sé engan tilgang með því að gefa þeim meiri athygli en þeir eiga skilið, sem sagt enga. Þar sem þetta bitnar á fjölda fyrirtækja og lífsviðurværi fólks í miðbænum, hvort sem það er starfsfólk eða eigendur staðanna, eins og sannaði sig í gærkvöldi,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn eigenda fyrirtækis sem rekur fjölda veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Þeirra á meðal eru Lebowski bar og Irishman. Hrósar lögreglunni Hann segist þó fagna auknum sýnileika lögreglunnar í miðbænum í nótt og því að lögreglan hafi ekki reynt að fæla fólk frá næturlífinu. Þá vonar hann að fólk hiki ekki við að fara út á lífið í kvöld. „Ég vona að kvöldið í kvöld verði betra og fólk átti sig á því að allir staðir sem eru með tilskilin leyfi eru dyraverði og eru að passa upp á öryggi gesta. Ég hvet fólk endilega til að koma í bæinn og að sjálfsögðu ganga hægt um gleðinnar dyr. En ég held að það þurfi ekki að vera óttaslegið. Ef lögreglan segir að það sé öruggt að skemmta sér í miðbænum, þá held ég að það sé rétt, eins og sannaði sig í gær,“ segir hann. Margir staðir skelltu snemma í lás Vísir náði tali af Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einum eigenda Priksins og stofnenda Samtaka reykvískra skemmtistaða, hann sagði að miðbærinn hafi ekki verið upp á sitt besta í gærkvöldi. „Það var engin mannmergð í Reykjavík í nótt, þetta var ákveðinn draugabær ef út í það er farið. Fólk virðist hafa tekið það til sín að sækja ekki skemmtanalífið eins og vaninn hefur verið. Þá segir hann að fjölmargir skemmtistaðir hafi ákveðið að skella fyrr í lás en venjulega vegna gestaþurrðar. Sjálfur ákvað hann að loka Prikinu klukkan hálf tvö í nótt í stað hálf fimm að morgni. Skemmd epli skemma fyrir restinni Geoffrey segir það alvarlegt fyrir skemmtistaði að þurfa að loka snemma vegna lítils fjölda djammþyrstra. „Þetta sýnir okkur hversu aðgerðir nokkurra skemmdra epla geta eyðilagt mikið fyrir restinni, við skulum bara orða það þannig. Þetta er mikill skellur og leiðindaástand. Vonandi getum við farið að ala fólk meira á öryggi en ótta hér í Reykjavík. Þá segir hann að aukinn viðbúnaður lögreglu í nótt sé skiljanlegur og af hinu góða. „Það er ekki viðvera lögreglu sem fældi fólk frá miðbænum í gær,“ segir hann. Þá slær Geoffrey á sama streng og Arnar Þór og hvetur fólk til að láta sjá sig í bænum í kvöld. „Þó það sé rigning og vesen þá erum við í stuði og viljum bjóða upp á öruggar skemmtanir, það er lykillinn í þessu.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Lögreglumál Tengdar fréttir Samtök reykvískra skemmtistaða fordæma allt ofbeldi og vopnaburð Samtök reykvískra skemmtistaða hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atburða síðustu viku. Vísað er til árásarinnar á Bankastræti Club þegar hópur manna réðst inn á staðinn og beittu eggvopnum. 24. nóvember 2022 16:30 Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27 Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Samtök reykvískra skemmtistaða fordæma allt ofbeldi og vopnaburð Samtök reykvískra skemmtistaða hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna atburða síðustu viku. Vísað er til árásarinnar á Bankastræti Club þegar hópur manna réðst inn á staðinn og beittu eggvopnum. 24. nóvember 2022 16:30
Ölvun en lítið um átök í miðbænum Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. 26. nóvember 2022 07:27
Dyraverðir fóru misrólegir inn í kvöldið Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur hafa ekki farið varhluta af auknum viðbúnaði lögreglu í kvöld. Sumir þeirra eru pollrólegir yfir ástandinu á meðan það aðrir eru uggandi. 26. nóvember 2022 00:11