Það voru heimamenn í Anderlecht sem náðu forystunni með marki strax á tólftu mínútu leiksins, en Ryan Sanusi jafnaði metin fyrir Beerschot rúmum tuttugu mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Sigurmark leiksins kom svo eftir tæplega klukkutíma leik þegar Nökkvi Þeyr Þórisson kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Leo Seydoux og niðurstaðan því 2-1 sigur Beerschot.
Nökkvi og félagar tróna nú á toppi belgísku B-deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, einu stigi meira en Beveren sem situr í öðru sæti, en á leik til góða. Anderlecht situr hins vegar í fjórða sæti með 23 stig.