Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings. Þar segir að hiti verði í kringum frostmark og að það kólni í kvöld.
„Vaxandi suðaustanátt á morgun, 10-18 m/s og fer að rigna seinnipartinn, en hægari og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig seint á morgun.
Á miðvikudag er útlit fyrir suðaustanátt með rigningu, þó síst norðaustanlands. Hiti 6 til 12 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Vaxandi austan- og suðaustanátt, 10-18 m/s og rigning síðdegis, en hægari og þurrt norðanlands. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig um kvöldið.
Á miðvikudag: Suðaustan 8-15 og rigning, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 5 til 10 stig.
Á fimmtudag (fullveldisdagurinn): Sunnanátt og rigning eða skúrir, einkum suðaustantil, en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 3 til 8 stig.
Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt. Stöku skúrir eða slydduél vestanlands, en dálítil rigning á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 7 stig.
Á laugardag og sunnudag: Austlæg átt og dálítil rigning eða slydda öðru hverju. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.