„Gaslýsing“ orð ársins Kjartan Kjartansson skrifar 28. nóvember 2022 10:47 Gaslampar við Gasljósstorg í St. Louis árið 1962. Marga fýsti að vita hvað það er að gaslýsa einhvern á árinu. AP/JMH Bandaríska bókaútgáfan Merriam-Webster hefur útnefnt „gaslýsingu“ sem enska orð ársins 2022. Leit að orðinu jókst um 1.740% á milli ára en það er notað til þess að lýsa blekkingum og lygum sem fá þann sem fyrir þeim verður til þess að efast um eigin upplifun af raunveruleikanum. „Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs. Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira
„Gaslýsing“ (e. gaslighting) sker sig úr frá fyrri orðum ársins að því leyti að uppfletningar á því voru ekki bundnar við einstakan viðburð heldur var því flett upp jafnt og þétt allt árið. „Þetta er orð sem hefur risið svo hratt í enskri tungu, og sérstaklega síðustu fjögur árin, að það kom mér og mörgum öðrum raunverulega á óvart. Þetta var orð sem var flett upp oft á hverjum einasta degi ársins,“ segir Peter Sokolowski, ritstjóri Merriam-Webster sem heldur úti rafrænni orðabók, í viðtali við AP-fréttastofuna. Merriam-Webster skilgreinir gaslýsingu sem sálfræðilegri stjórnun á manneskju, venjulega yfir langan tíma, sem veldur því að „fórnarlambið fer að efast um réttmæti eigin hugsana, skynjun sína á raunveruleiknanum eða minningum og leiðir vanalega til ruglings og missis á sjálfstrausti og sjálfsímynd, óöryggis um eigin tilfinningar eða geðrænan stöðugleika og til þess að verða háður gerandanum.“ Makar í ofbeldissamböndum, nánir ættingjar, stjórnmálamenn og fulltrúar stórfyrirtækja eru á meðal þeirra sem hafa verið sakaðir um að gaslýsa fólk á árinu. Dimmdi gasljósin Uppruna hugtaksins má rekja til leikritsins „Gasljóss“ eftir Patrick Hamilton frá árinu 1938. Tvær kvikmyndir voru gerðar eftir leikritinu á fimmta áratug síðustu aldar, þar á meðal ein með Ingrid Bergman. Verkið fjallar um hvernig eiginmaður beitir konu sína andlegu ofbeldi, meðal annars með því að dimma gasljós á heimili þeirra og telja henni trú um að hún það sé ímyndun hennar. Leit að orðin jókst nokkuð eftir dauða Angelu Lansbury í október en hún fór með aukahlutverk í annarri kvikmyndinni. Orð ársins hjá Merriam-Webster er ekki valið af geðþótta heldur á grundvelli gagna úr orðabók fyrirtækisins á netinu. Hástökkvarar á listanum verða fyrir valinu eftir að algengustu leitarorðin hafa verið sigtuð frá. Á meðal annarra vinsælustu orðanna í ár voru „ólígarki“ eftir innrás Rússa í Úkraínu, „omíkron“ vegna afbrigðis kórónuveirunnar og „eiginkona konungs“ sem er titill Camillu Parker-Bowles, konu Karls Bretakonungs.
Bandaríkin Tengdar fréttir Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32 Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Fleiri fréttir Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sjá meira
Angela Lansbury er látin Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 11. október 2022 20:32