Fjölmenn tekk-sölusíða með óvænt nýtt hlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 11:06 Sölusíðan Tekk/teak húsgögn til sölu er komin með nýtt hlutverk. Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans. Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn. Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Rétt rúmlega tíu þúsund meðlimir, sem í gær voru meðlimir „Tekk/teak húsgögn til sölu á Facebook“, eru nú meðlimir í hópnum „Clash Of Clan Buy & Sell“ Eins og fyrra nafn hópsins gefur til kynna snerist sölusíðan um tekk-húsgögn, lítil sem stór. Hópurinn var stofnaður 8. nóvember 2014.Skjáskot Sjá má að breytingin fór í gegn í gærkvöldi. Þá virðist nýr stjórnandi hafa tekið völdin á sölusíðunni og umsvifalaust breytt nafni hennar og tilgangi. Ef marka má Facebook-síðu stjórnandans er viðkomandi búsettur í Bangladess. Sá beið ekki boðanna og byrjaði strax að leggja línuna varðandi nýtt hlutverk sölusíðunnar. „Coc post onlyyyy,“ skrifar viðkomandi, sem þýða mætti sem „Eingöngu Clash of Clans færslur“. Tilkynningin hefur hingað til uppskorið einn reiðan kall í viðbrögð. Hið nýja nafn hópsins.Skjáskot Clash of Clans er tölvuleikur sem hægt er að spila í símum og spjaldtölvum. Tölvuleikurinn er byggður á finnsku hugviti og snýst um að byggja upp ættarveldi og herja á nágranna sína. Ókeypis er að spila leikinn en hægt er að greiða fyrir ýmsar uppfærslur til að hraða þróun ættarveldisins. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef marka má sambærilegar Clash of Clans sölusíður á Facebook ganga aðgangar kaupum og sölum á slíkum síðum. Notendur hinnar íslensku síðu virðast reyndar ekki kippa sér mjög upp við breytinguna. Aðeins einn íslenskur notandi hefur skrifað ummæli eftir að breytingin fór í gegn. Þar vekur hann athygli á því að hér sé eitthvað óeðlilegt í gangi og spyr hvar sé hægt að tilkynna breytinguna. Raunar hefur sölusíðan ekki verið mjög virk að undanförnu þrátt fyrir að í henni séu rúmlega tíu þúsund meðlimir. Þannig leiðir lausleg skoðun í ljós að síðasta auglýsingin þar sem tekk-húsgagn var auglýst til sölu hafi verið sett inn í fyrra. Á árum áður var síðan hins vegar mjög virk og algengt að tugir eða jafn vel hundruð ummæla væru skilin eftir við færslur um tekk-húsgögn.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Samfélagsmiðlar Facebook Neytendur Leikjavísir Tengdar fréttir Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59 Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Íranar banna Clash of Clans Segja leikinn ýta undir átök á milli ættbálka og vera hættulegan æsku landsins. 27. desember 2016 23:59
Vinsælustu auglýsingar Youtube Flestar eiga auglýsingarnar það sameiginlegt að vera hugljúfar og hjartnæmar. 10. desember 2015 20:36
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði