Kross 13. umferðar: Áminning frá kónginum í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2022 10:01 Engin vandamál, bara lausnir hjá Ásbirni Friðrikssyni. vísir/hulda margrét Þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk á mánudaginn. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. FH vann sinn sjöunda deildarsigur í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli í heiðursleik Geirs Hallsteinssonar, Fram tapaði þriðja heimaleiknum í röð þegar Stjarnan kom í heimsókn, KA sótti ekki gull í greipar ÍBV, Selfoss sigraði Gróttu í 38 marka leik, Haukar komust aftur á sigurbraut og Valur kjöldró Hörð á Ísafirði. Umfjöllun og viðtöl úr 13. umferð Olís-deildar karla Hörður 28-45 Valur ÍBV 34-30 KA Grótta 18-20 Selfoss Fram 29-32 Stjarnan FH 38-33 Afturelding Haukar 30-26 ÍR Góð umferð fyrir ... Ásbjörn var með allt á hreinu gegn Aftureldingu.vísir/hulda margrét Ásbjörn Friðriksson FH gekk vel meðan Ásbjörn gat lítið beitt sér en hann minnti alla á hver er mikilvægasti leikmaður liðsins þegar FH-ingar lögðu Mosfellinga að velli í fyrradag. Ásbjörn kom inn á eftir um tíu mínútur og lét strax að sér kveða. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik og stýrði sóknarleik FH eins og sóknarsnillingurinn sem hann er. Ásbjörn var aðeins rólegri í markaskorun í seinni hálfleiknum, þar sem hann skoraði þrjú mörk, en FH-sóknin var alveg jafn góð. FH-ingar voru góðir í fjarveru Ásbjörns en ættu að vera enn betri eftir endurkomuna, allavega ef miðað ef við leikinn gegn Aftureldingu. Þórð Tandra Ágústsson Akureyringurinn skoraði sex mörk úr sjö skotum þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram í Úlfarsárdalnum. Þórður hefur verið jafnbesti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu og einn allra besti línumaður deildarinnar. Hann hefur skorað fjörutíu mörk og er með fyrirtaks 76 prósent skotnýtingu. Þórður var í hálfgerðri aðlögun á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum en hefur sprungið út í vetur og er Stjörnuliðinu ómetanlegur. Garðbæingar hafa verið á góðu skriði að undanförnu og aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og það var gegn Valsmönnum. Þeir eru í 5. sætinu og í hörkubaráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Patrek Stefánsson KA tapaði fyrir ÍBV en það hefði ekki gerst ef allir leikmenn liðsins hefðu spilað eins og Patrekur. Hann var nefnilega stórkostlegur í Eyjum og átti sinn langbesta leik á tímabilinu og einn þann besta á ferlinum. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en þrettán mörk og það aðeins úr fimmtán skotum. Patrekur hefur ekki átt sitt besta tímabil en frammistaðan í Eyjum kveikir vonandi í honum og hvetur hann til góðra verka í framhaldinu. Slæm umferð fyrir ... Þótt Árna Braga Eyjólfssyni hafi hérna náð ágætis taki á Einari Braga Aðalsteinssyni hélt vörn Aftureldingar hvorki vatni né vindum gegn FH.vísir/hulda margrét Vörn Aftureldingar Fyrir leikinn gegn FH hafði Afturelding fengið þrettán stig af fjórtán mögulegum í Olís-deildinni. Ein aðalástæða þess var sterk vörn. Það sást hins vegar ekki mikið af henni gegn FH-ingum í Kaplakrika í fyrradag. Þegar það rigndi kom demba og vörn Aftureldingar míglak. FH skoraði nítján mörk í báðum hálfleikjum, var með 68 prósent skotnýtingu og tapaði boltanum aðeins fimm sinnum. Þá skoruðu Hafnfirðingar úr ellefu sóknum í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Afturelding fékk á sig 38 mörk gegn FH en hafði fyrir leikinn aðeins fengið á sig 27,5 mörk að meðaltali í leik. Vörnin var því tíu mörkum lakari en venjulega. Áhorfendur á Nesinu Þeir sem fylgdust með leik Gróttu og Selfoss, á staðnum eða í sjónvarpinu, sáu sennilega versta leik tímabilsins til þessa. Allavega langversta hálfleikinn. Staðan eftir fyrri hálfleikinn var jöfn, 7-7. Ótrúlegar tölur eins og leikurinn er spilaður í dag. Seinni hálfleikurinn var aðeins skárri, sérstaklega hjá Selfyssingum sem tóku bæði stigin með sér austur fyrir fjall. Hvorugt liðið var með yfir fjörutíu prósent skotnýtingu og þau nýttu til að mynda aðeins samtals fimm af 22 skotum sínum úr hornunum. Þetta var svo vont á svo margan hátt en vonandi er þetta bara smá utanvegaakstur hjá liðunum áður en þau komast aftur á beinu brautina. Jón Ómar Gíslason Jón Ómar er, hvað skal segja, áhugaverður leikmaður. Hann er með góða skothendi, algjörlega samviskulaus skytta og getur skorað töff mörk. En hann er „a little bit wild“ eins og Jóhann Gunnar Einarsson sagði í frægri ræðu um Harðarliðið og gerir stundum ótrúlegustu gloríur. Og þær voru full margar í leiknum gegn Val á föstudaginn. Jón Ómar skoraði þrjú úr átta skotum og tapaði boltanum sjö sinnum. Harðverjar töpuðu boltanum alls 21 sinni í leiknum gegn Val og eru í sérflokki í þeim efnum í deildinni. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Fyrir rúmri viku hafði Fram ekki tapað leik á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal. Núna hafa Frammarar hins vegar tapað þremur heimaleikjum í röð og eru komnir niður í 6. sæti deildarinnar. Fjarvera Þorsteins Gauta Hjálmarssonar hefur haft mikil áhrif á Fram og víða er pottur brotinn hjá þeim. Fram hefur ekki fengið á sig minna en þrjátíu mörk í síðustu fimm leikjum og aðeins þrjú lið eru með verri hlutfallsmarkvörslu en Bláliðar (28,6 prósent). Þá er Fram með fjórðu lélegustu skotnýtinguna í deildinni og gagnrýni Einars Jónssonar á færanýtingu sinna manna á fullkomlega rétt á sér. Handklæði ársins Haraldur Bolli Heimisson spilar kannski ekki mikið fyrir KA en hann lætur samt alltaf að sér kveða. Hann er sérstaklega öflugur með handklæðið og er einn besti handklæðaveifari sem hefur komið fram í Olís-deildinni í langan tíma. Djöfull getur hann veifað því! Þá er Haraldur afar duglegur að gefa fimmur og virðist vera frábær liðsmaður. Besti ungi leikmaðurinn Jóhannes Berg Andrason var frábær gegn Aftureldingu.vísir/hulda margrét Ásbjörn var aðalmaðurinn í fyrri hálfleiknum þegar FH vann Aftureldingu í Kaplakrika en í þeim seinni tók Jóhannes Berg Andrason við keflinu. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en bætti átta við í þeim seinni. Vörn Aftureldingar réði ekkert við kröftug gegnumbrot Jóhannesar Berg og þá skoraði hann góð mörk með uppstökkum. Líkt og allir leikmenn FH hefur Jóhannes Berg verið í sókn að undanförnu og hann lék sinn besta leik í svarthvítu treyjunni í fyrradag. Tölfræði sem stakk í augun Sem fyrr sagði var vörn Aftureldingar afleit gegn FH. Það meðal annars á fjölda marka sem FH-ingar skoruðu eftir gegnumbrot. Þau voru alls tólf úr aðeins þrettán skotum. Vörn Aftureldingar var eins og vængjahurð og sóknarmenn FH löbbuðu í gegnum hana trekk í trekk. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Þorgils Jón Svölu Baldursson (Valur) - 9,71 Patrekur Stefánsson (KA) - 8,82 Einar Sverrisson (Selfoss) - 7,41 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) - 8,05 Ásbjörn Friðriksson (FH) - 9,10 Guðmundur Bragi Ástþórsson (Haukar) - 9,18 Handboltarokk umferðarinnar Enginn hægðarleikur er að finna íslensk lög sem falla undir handboltarokkshattinn. Ef til vill „Svört sól“ með Sóldögg. Það er allavega helvítis banger eins og krakkarnir segja. „Borgin fallin, sólin sest / stríðið unnið fyrir rest / Himnar opnast / regnið hellist niður“. Bara vá! Dælið þessum aldamótafíling í æðarnar á ykkur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rG8mFkQKREk">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 11. umferð Olís-deildar karla út.hsí Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. 29. nóvember 2022 14:01 Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. 29. nóvember 2022 12:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
FH vann sinn sjöunda deildarsigur í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli í heiðursleik Geirs Hallsteinssonar, Fram tapaði þriðja heimaleiknum í röð þegar Stjarnan kom í heimsókn, KA sótti ekki gull í greipar ÍBV, Selfoss sigraði Gróttu í 38 marka leik, Haukar komust aftur á sigurbraut og Valur kjöldró Hörð á Ísafirði. Umfjöllun og viðtöl úr 13. umferð Olís-deildar karla Hörður 28-45 Valur ÍBV 34-30 KA Grótta 18-20 Selfoss Fram 29-32 Stjarnan FH 38-33 Afturelding Haukar 30-26 ÍR Góð umferð fyrir ... Ásbjörn var með allt á hreinu gegn Aftureldingu.vísir/hulda margrét Ásbjörn Friðriksson FH gekk vel meðan Ásbjörn gat lítið beitt sér en hann minnti alla á hver er mikilvægasti leikmaður liðsins þegar FH-ingar lögðu Mosfellinga að velli í fyrradag. Ásbjörn kom inn á eftir um tíu mínútur og lét strax að sér kveða. Hann skoraði átta mörk úr níu skotum í fyrri hálfleik og stýrði sóknarleik FH eins og sóknarsnillingurinn sem hann er. Ásbjörn var aðeins rólegri í markaskorun í seinni hálfleiknum, þar sem hann skoraði þrjú mörk, en FH-sóknin var alveg jafn góð. FH-ingar voru góðir í fjarveru Ásbjörns en ættu að vera enn betri eftir endurkomuna, allavega ef miðað ef við leikinn gegn Aftureldingu. Þórð Tandra Ágústsson Akureyringurinn skoraði sex mörk úr sjö skotum þegar Stjarnan bar sigurorð af Fram í Úlfarsárdalnum. Þórður hefur verið jafnbesti leikmaður Stjörnunnar á tímabilinu og einn allra besti línumaður deildarinnar. Hann hefur skorað fjörutíu mörk og er með fyrirtaks 76 prósent skotnýtingu. Þórður var í hálfgerðri aðlögun á sínu fyrsta tímabili í Garðabænum en hefur sprungið út í vetur og er Stjörnuliðinu ómetanlegur. Garðbæingar hafa verið á góðu skriði að undanförnu og aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum og það var gegn Valsmönnum. Þeir eru í 5. sætinu og í hörkubaráttu um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Patrek Stefánsson KA tapaði fyrir ÍBV en það hefði ekki gerst ef allir leikmenn liðsins hefðu spilað eins og Patrekur. Hann var nefnilega stórkostlegur í Eyjum og átti sinn langbesta leik á tímabilinu og einn þann besta á ferlinum. Hann skoraði hvorki fleiri né færri en þrettán mörk og það aðeins úr fimmtán skotum. Patrekur hefur ekki átt sitt besta tímabil en frammistaðan í Eyjum kveikir vonandi í honum og hvetur hann til góðra verka í framhaldinu. Slæm umferð fyrir ... Þótt Árna Braga Eyjólfssyni hafi hérna náð ágætis taki á Einari Braga Aðalsteinssyni hélt vörn Aftureldingar hvorki vatni né vindum gegn FH.vísir/hulda margrét Vörn Aftureldingar Fyrir leikinn gegn FH hafði Afturelding fengið þrettán stig af fjórtán mögulegum í Olís-deildinni. Ein aðalástæða þess var sterk vörn. Það sást hins vegar ekki mikið af henni gegn FH-ingum í Kaplakrika í fyrradag. Þegar það rigndi kom demba og vörn Aftureldingar míglak. FH skoraði nítján mörk í báðum hálfleikjum, var með 68 prósent skotnýtingu og tapaði boltanum aðeins fimm sinnum. Þá skoruðu Hafnfirðingar úr ellefu sóknum í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Afturelding fékk á sig 38 mörk gegn FH en hafði fyrir leikinn aðeins fengið á sig 27,5 mörk að meðaltali í leik. Vörnin var því tíu mörkum lakari en venjulega. Áhorfendur á Nesinu Þeir sem fylgdust með leik Gróttu og Selfoss, á staðnum eða í sjónvarpinu, sáu sennilega versta leik tímabilsins til þessa. Allavega langversta hálfleikinn. Staðan eftir fyrri hálfleikinn var jöfn, 7-7. Ótrúlegar tölur eins og leikurinn er spilaður í dag. Seinni hálfleikurinn var aðeins skárri, sérstaklega hjá Selfyssingum sem tóku bæði stigin með sér austur fyrir fjall. Hvorugt liðið var með yfir fjörutíu prósent skotnýtingu og þau nýttu til að mynda aðeins samtals fimm af 22 skotum sínum úr hornunum. Þetta var svo vont á svo margan hátt en vonandi er þetta bara smá utanvegaakstur hjá liðunum áður en þau komast aftur á beinu brautina. Jón Ómar Gíslason Jón Ómar er, hvað skal segja, áhugaverður leikmaður. Hann er með góða skothendi, algjörlega samviskulaus skytta og getur skorað töff mörk. En hann er „a little bit wild“ eins og Jóhann Gunnar Einarsson sagði í frægri ræðu um Harðarliðið og gerir stundum ótrúlegustu gloríur. Og þær voru full margar í leiknum gegn Val á föstudaginn. Jón Ómar skoraði þrjú úr átta skotum og tapaði boltanum sjö sinnum. Harðverjar töpuðu boltanum alls 21 sinni í leiknum gegn Val og eru í sérflokki í þeim efnum í deildinni. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur Fyrir rúmri viku hafði Fram ekki tapað leik á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal. Núna hafa Frammarar hins vegar tapað þremur heimaleikjum í röð og eru komnir niður í 6. sæti deildarinnar. Fjarvera Þorsteins Gauta Hjálmarssonar hefur haft mikil áhrif á Fram og víða er pottur brotinn hjá þeim. Fram hefur ekki fengið á sig minna en þrjátíu mörk í síðustu fimm leikjum og aðeins þrjú lið eru með verri hlutfallsmarkvörslu en Bláliðar (28,6 prósent). Þá er Fram með fjórðu lélegustu skotnýtinguna í deildinni og gagnrýni Einars Jónssonar á færanýtingu sinna manna á fullkomlega rétt á sér. Handklæði ársins Haraldur Bolli Heimisson spilar kannski ekki mikið fyrir KA en hann lætur samt alltaf að sér kveða. Hann er sérstaklega öflugur með handklæðið og er einn besti handklæðaveifari sem hefur komið fram í Olís-deildinni í langan tíma. Djöfull getur hann veifað því! Þá er Haraldur afar duglegur að gefa fimmur og virðist vera frábær liðsmaður. Besti ungi leikmaðurinn Jóhannes Berg Andrason var frábær gegn Aftureldingu.vísir/hulda margrét Ásbjörn var aðalmaðurinn í fyrri hálfleiknum þegar FH vann Aftureldingu í Kaplakrika en í þeim seinni tók Jóhannes Berg Andrason við keflinu. Hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en bætti átta við í þeim seinni. Vörn Aftureldingar réði ekkert við kröftug gegnumbrot Jóhannesar Berg og þá skoraði hann góð mörk með uppstökkum. Líkt og allir leikmenn FH hefur Jóhannes Berg verið í sókn að undanförnu og hann lék sinn besta leik í svarthvítu treyjunni í fyrradag. Tölfræði sem stakk í augun Sem fyrr sagði var vörn Aftureldingar afleit gegn FH. Það meðal annars á fjölda marka sem FH-ingar skoruðu eftir gegnumbrot. Þau voru alls tólf úr aðeins þrettán skotum. Vörn Aftureldingar var eins og vængjahurð og sóknarmenn FH löbbuðu í gegnum hana trekk í trekk. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Þorgils Jón Svölu Baldursson (Valur) - 9,71 Patrekur Stefánsson (KA) - 8,82 Einar Sverrisson (Selfoss) - 7,41 Tandri Már Konráðsson (Stjarnan) - 8,05 Ásbjörn Friðriksson (FH) - 9,10 Guðmundur Bragi Ástþórsson (Haukar) - 9,18 Handboltarokk umferðarinnar Enginn hægðarleikur er að finna íslensk lög sem falla undir handboltarokkshattinn. Ef til vill „Svört sól“ með Sóldögg. Það er allavega helvítis banger eins og krakkarnir segja. „Borgin fallin, sólin sest / stríðið unnið fyrir rest / Himnar opnast / regnið hellist niður“. Bara vá! Dælið þessum aldamótafíling í æðarnar á ykkur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rG8mFkQKREk">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 11. umferð Olís-deildar karla út.hsí
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. 29. nóvember 2022 14:01 Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. 29. nóvember 2022 12:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Reykjavíkurslagur og bikarúrslitin í boði Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Sjá meira
Gunnar foxillur: „Það er labbað í gegnum ykkur“ „Gunni Magg reif nýtt rassgat á sína leikmenn í þessu leikhléi,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, um sannkallaðan reiðilestur frá foxillum Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, í gærkvöld. 29. nóvember 2022 14:01
Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. 29. nóvember 2022 12:00