Þórdís Kolbrún átti fund með Selenskí í Kænugarði: „Dagurinn hefur verið stór og mikill“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 20:37 Þórdís Kolbrún ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu frá Kænugarði í kvöld. Skjáskot Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir það skipta hana miklu máli að sjá aðstæður í Kænugarði með eigin augum. Í dag átti hún og aðrir utanríkisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fundi með Selenskí Úkraínuforseta ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra. Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræddi Sindri Sindrason við Þórdísi Kolbrúnu í beinni útsendingu þar sem hún var stödd í Kænugarði. Þórdís sagði hópinn hafa mætt til borgarinnar snemma í morgun. Það hafi verið mikil upplifun að fylgjast með því hvað borgin beri það með sér að þar sé mikið stríð, en einnig hvað hún beri það með sér að fólk sé að gera sitt allra besta til að lifa sem eðlilegustu lífi. Fólk gengur til vinnu og skóla, blómabúðir eru opnar og svo framvegis. Dagurinn stór og mikill Þórdís segist hafa átt marga góða og upplýsandi fundi í dag, með allmörgum ráðherrum, með orkufyrirtækjum og með Selenskí forseta Úkraíinu. „Það sem hefur staðið upp úr núna er þetta akút ástand þegar kemur að raforkuöryggi og í rauninni vatnsrennsi, þessum grunninnviðum sem fólk þarf að geta gengið að vísu.“ Að neðan má sjá myndefni frá Kænugarði frá Delfi Media: Hún segir þetta mikið af upplýsingum til að melta. „Dagurinn hefur verið stór og mikill. Þetta var mjög góður fundur með forsetanum. Það sem situr eftir er að hér er flott fólk sem er að reyna lifa sínu lífi. Það er þetta ríki sem ræðst inn í Úkraínu og reynir að gera allt sem það getur til að valda sem mestum skaða.“ Hlutverk Íslendinga skýrt Þórdís Kolbrún segir hlutverk okkar Íslendinga alveg skýrt. „Það er að standa með Úkraínu eins lengi og þörf er á. Við höfum mikilvægu hlutverki að gegna. Ég fór í gegnum það með þeim hvað við höfum gert hingað til, en sagði einnig að við myndum standa með þeim eins lengi og þörf er á. Sem er í mínum huga algjört lykilatriði, það sem er rétt að gera. Það er, eins og ég hef margoft sagt, blákalt hagsmunamat Íslands að þetta sé ekki liðið, og að vina-og bandalagsþjóðir standi saman og alþjóðalög séu virt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra.
Íslendingar erlendis Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Sjá meira
Utanríkisráðherra í óvæntri heimsókn í Kænugarði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, er nú stödd í heimsókn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, ásamt sex starfssystkinum sínum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjum. 28. nóvember 2022 11:21