Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2022 12:21 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að nóvember, sem senn líður undir lok, hafi verið óvanalega hlýr. Vísir Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri. Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar. Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Hlýindi nóvembermánaðar hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Í Reykjavík hefur til að mynda ekki náð að snjóa í mánuðinum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þetta sé fremur óvanalegt. „Það hafa verið ríkjandi austan og suðaustanáttir nánast allan mánuðinn með mildu lofti og það hefur einkennt veðurlagið. Hér um miðjan mánuðinn jafnaðist hitametið í Reykjavík 12,7 gráður. Þrálát hlýindi hafa verið einkenni á þessum mánuði en alveg þar til í gær þá hafði einhvers staðar á landinu hiti náð átta stigum alla daga mánaðarins og spennan verður núna um mánaðamótin að sjá hvort nýtt nóvemberhitamet verði slegið á Akureyri en það er frá 1956 og var 4,8 gráður. Hann stendur núna í 4,7 en það er kaldur dagur í dag en hins vegar er spáð mjög hlýju veðri á morgun sem lokar þessum sérstaka nóvembermánuði.“ En nóvember var ekki hlýrri en október er það? „Jú það stefnir í að það verði hlýrra víða um land en var í október. Það er frekar sérstakt en ekki einsdæmi. Það hefur gerst áður.“ Mánuðinum mun að öllum líkindum ljúka með trompi gangi spár eftir. „Það verður sérstaklega hlýtt á Norður- og Norðausturlandi á morgun. Ég gæti trúað því að hitinn einhvers staðar á Norðurlandi færi í 14-15 stig en 12-13 á Akureyri og það rignir dálítið á suður og Suðausturlandi sérstaklega og Norðlendingar kalla þetta gjarnan hnjúkaþey þegar þetta gerist á haustin eða snemma vetrar en þetta stendur reyndar ekki lengi yfir. Þessi hlýjasta stroka fer yfir á 6-12 klukkustundum.“ Norðurljósin dönsuðu á himninum fyrir Akureyringa í gærkvöldi.Hanna Rún Hilmarsdóttir Sunnan og suðaustanáttir hafa verið ríkjandi í nóvember en það hefur ýtt undir hlýindin. „Við höfum fengið hlýja nóvembermánuði, til dæmis var þokkalega hlýtt 2014 og það var líka mjög hlýtt fyrir 20 árum síðan 2002 en allra hlýjasti nóvembermánuður sem veðurbækur geyma er frá 1945 og við náum nú ekki að velta honum úr sessi.“ En eru þessi hlýindi tilfallandi eða hluti af stærri þróun? „Stutta svarið er að þetta sé tilfallandi og við fáum alltaf svona hlýja nóvember mánuði á áratugs eða tveggja áratuga fresti. En hins vegar, ef þeim fer fjölgandi upp frá þessu, sem við vitum svo sem ekkert um, þá getum við farið að tala um loftslagsbreytingar“, segir Einar.
Veður Akureyri Tengdar fréttir Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13 Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04 Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi. 29. nóvember 2022 07:13
Óvissustigi á Austurlandi aflýst Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember. 28. nóvember 2022 22:04
Spá allt að tólf stiga hita á miðvikudag Veðurstofan spáir vestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu, og víða björtu veðri í dag. Reikna má með stöku éljum norðvestantil. 28. nóvember 2022 07:18