Hefja mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2022 20:10 Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar. Hafnarfjarðarbær Fyrsta skóflustunga að mestu uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi var tekin í dag en reiturinn er þar sem Hafnarfjarðarbíó og Kaupfélag Hafnarfjarðar voru áður. Til stendur að reisa níu þúsund fermetra blandað íbúða- og verslunarhúsnæði á svæðinu auk hótels og bókasafns. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í um 21 ár og er markmiðið að tengja saman Fjarðargötu og Strandgötu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að íbúar hafi beðið mjög lengi eftir þessum áfanga eða allt frá því að Hafnarfjarðarbíó var rifið fyrir rúmum tuttugu árum. Síðan þá hafi ýmsar hugmyndir sprottið upp um uppbyggingu á reitnum. „Við erum ákaflega stolt af því að það sé verið að stíga þetta skref hérna núna. Það er búið að eiga sér dálítinn aðdraganda, og búið að leggja mikinn metnað í að gera þessa framkvæmd og þessar byggingar glæsilegar og tengja vel við gamla bæinn okkar. Þetta verður gríðarleg lyftistöng fyrir miðbæinn og Hafnarfjörð allan þegar þetta verður risið,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meðal annars stendur til flytja bókasafn bæjarins í nýja byggingu á reitnum. „Við sjáum hvernig bókasöfn eru að verða svona hálfpartinn menningarmiðstöðvar og eru að breyta aðeins um hlutverk. Við ætlum að nútímavæða bókasafn Hafnarfjarðar, með bækur í forgrunni að sjálfsögðu. Þannig að þetta verður alveg stórkostleg breyting og verður hið glæsilegasta mannvirki.“ Fyrstu skóflustunguna tóku þau Rósa bæjarstjóri, Benedikt Rúnar Steingrímsson og Haraldur R Jónsson, stjórnarmenn 220 Fjarðar ehf.Hafnarfjarðarbær Margir aðilar koma að þessu umfangsmikla verkefni og segir Rósa að bæjaryfirvöld hafi átt í góðu samstarfi við framkvæmdaaðila. Félagið 220 Fjörður ehf. stendur að uppbyggingunni en félagið er jafnframt stærsti eigandinn í verslunarmiðstöðinni Firði. Framkvæmdir munu taka í það minnsta tvö ár og er gert ráð fyrir að húsið verði tekið í notkun í árslok 2024 og fram eftir 2025. „Það verður bara frábært þegar þetta verður allt risið upp hérna og við fáum fjölbreytt verslunarhúsnæði og fleira til hérna í bæinn okkar,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira