Rétturinn til að gleymast ekki algildur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 13:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að á hverju ári leiti nokkrir einstaklingar til Persónuverndar vegna synjunar frá Google LLC. Vísir/Egill Persónuvernd er sammála niðurstöðu Google LLC um að hagsmunir almennings vegi þyngra en einkalífshagsmunir þjóðþekkts einstaklings í máli þar sem viðkomandi reyndi að fá frétt um meint einelti afmáð af leitarvélum tæknirisans. Forstjóri Persónuverndar segir að á hverju ári leiti til Persónuverndar einstaklingar sem hafa fengið synjun frá Google. Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“ Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Ónefndur þjóðþekktur einstaklingur leitaði til Persónuverndar vegna synjunar um að afmá af leitarvélum frétt um meint einelti sem hann átti að hafa viðhaft á vinnustað sínum. Google LLC hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að gögn gæfu ekki til kynna að ásakanirnar væru rangar auk þess sem stutt væri síðan fjölmiðlaumfjöllunin birtist. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. „Í víðu samhengi þessara mála þá felur rétturinn til að gleymast í sér að hinn almenni borgari á almennt rétt á honum, að persónuupplýsingar séu aftengdar upphaflegum fréttum af því að fréttaflutningur getur verið ósanngjarn og þungur og getur sýnt ekki rétta mynd af einstaklingi þegar fram líða stundir og það var einmitt Evrópudómstóllinn sem kvað upp úr um þennan rétt 2014.“ Sjá nánar úrlausn Persónuverndar: Birting leitarniðurstaðna í leitarvél Google Þá hafði spænskur einstaklingur leitað réttar síns vegna fjölmiðlaumfjöllunar um uppboð sem hann hafði lent í vegna lítillar upphæðar sem fylgdi honum alla tíð en var ekki talin sýna rétta mynd af honum. En rétturinn til að gleymast er ekki algildur og nær ekki skilyrðislaust yfir alla. „Þannig að ef við erum að tala um opinberar persónur eða við erum að tala um einhver sem gegnir ábyrgðarstöðu eða ef það eru einhver tengsl við ábyrgðarstöðu eða það eru einhver tengsl við stjórnmálaþátttöku fer í rauninni fram ákveðið hagsmunamat og þá er talið nauðsynlegt að almenningur viti af ákveðnum hlutum.“ Leita margir til Persónuverndar eftir synjun frá Google? „Það er nú bara þannig að fólk lendir í ýmsu á lífsleiðinni þannig að það eru alltaf einstaklingar sem koma síðan til okkar. Þetta eru ekki stórar tölur á hverju ári en það slæðast hérna inn einhverjar umsóknir í þessa veru.“
Persónuvernd Google Tengdar fréttir Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08 Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Sjá meira
Íslendingar munu geta farið fram á að upplýsingum um þá sé eytt af netinu Rétturinn til að gleymast á netinu fær aukið vægi í nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi hér á landi innan fárra ára. 26. desember 2015 20:08
Fréttir um meint einelti þekkts Íslendings hverfa ekki úr Google-leit Persónuvernd hefur úrskurðað að hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að upplýsingum um þekktan Íslending í Google-leit vegi þyngra en réttur umrædds manns til að gleymast. 30. nóvember 2022 07:53
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent