Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Stefán Snær Ágústsson skrifar 1. desember 2022 23:00 Helgi Már Magnússon er þjálfari KR. Hann þarf að finna lausn á vandamálum liðsins og það fljótt ef ekki á illa að fara. Vísir/Bára Dröfn Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. Spurður nánar útí leikinn og hverju hann reyndi að breyta til að sækja sigur svarar Helgi. „Við reynum alltaf að breyta eitthvað smá, einhverjar skiptingar hér og þar eða hver er að dekka hvern og svo framvegis“ En hvað fór þá úrskeiðis að mati þjálfara KR í kvöld? „Aðallega það sem mér fannst þessi leikur snúast um er að þetta er bara í þannig séð í járnum, við vorum yfir með einhverjum sex stigum en við missum þá aftur og þeir komast inní leikinn. Við hittum alveg afskaplega illa allan leikinn en það sem mér finnst þetta snúast um í lokin eru bara þessu litlu atriði sem þarf bara til að loka leikjunum.“ Helgi var ekki ánægður með suma leikmenn sína sem voru að hans mati ekki að telja rétt og jafnvel að labba til baka í miðjum leik. „Varnarlega fannst mér við taka nokkrar slæmar ákvarðanir. Raggi Braga fær nokkra galopna þrista því við teljum ekki rétt og löbbum til baka og Martin hérna, sem er fantaskytta, hann er galopinn hérna útaf röngum róteringum. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem menn þurfa að læra lesa og hvenær er staður og stund fyrir þessar ákvarðanir“ En fannst þjálfara KR liðið bæta sig í þessum leik frá fyrri frammistöðum? „Þetta var allt annað í dag en hefur verið og ég er alveg ánægður með það sem við lögðum í þennan leik en við náðum ekki að loka honum því miður. Þriggja stiga nýtingin okkar var ekki góð og þetta er líka bara sjálfstraust og allt það eftir að vera kominn í svona holu eins og við erum komin í þá er erfitt að koma sér uppúr henni“ Er þörf á breytingum? „Við erum að skoða það og það kemur í ljós en við verðum að halda áfram að reyna bæta okkur, það er það eina sem við getum gert“ Er starfið þitt í hættu í kvöld? „Það er ekki mitt að dæma um það, ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað.“ Subway-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Spurður nánar útí leikinn og hverju hann reyndi að breyta til að sækja sigur svarar Helgi. „Við reynum alltaf að breyta eitthvað smá, einhverjar skiptingar hér og þar eða hver er að dekka hvern og svo framvegis“ En hvað fór þá úrskeiðis að mati þjálfara KR í kvöld? „Aðallega það sem mér fannst þessi leikur snúast um er að þetta er bara í þannig séð í járnum, við vorum yfir með einhverjum sex stigum en við missum þá aftur og þeir komast inní leikinn. Við hittum alveg afskaplega illa allan leikinn en það sem mér finnst þetta snúast um í lokin eru bara þessu litlu atriði sem þarf bara til að loka leikjunum.“ Helgi var ekki ánægður með suma leikmenn sína sem voru að hans mati ekki að telja rétt og jafnvel að labba til baka í miðjum leik. „Varnarlega fannst mér við taka nokkrar slæmar ákvarðanir. Raggi Braga fær nokkra galopna þrista því við teljum ekki rétt og löbbum til baka og Martin hérna, sem er fantaskytta, hann er galopinn hérna útaf röngum róteringum. Þetta eru bara svona litlir hlutir sem menn þurfa að læra lesa og hvenær er staður og stund fyrir þessar ákvarðanir“ En fannst þjálfara KR liðið bæta sig í þessum leik frá fyrri frammistöðum? „Þetta var allt annað í dag en hefur verið og ég er alveg ánægður með það sem við lögðum í þennan leik en við náðum ekki að loka honum því miður. Þriggja stiga nýtingin okkar var ekki góð og þetta er líka bara sjálfstraust og allt það eftir að vera kominn í svona holu eins og við erum komin í þá er erfitt að koma sér uppúr henni“ Er þörf á breytingum? „Við erum að skoða það og það kemur í ljós en við verðum að halda áfram að reyna bæta okkur, það er það eina sem við getum gert“ Er starfið þitt í hættu í kvöld? „Það er ekki mitt að dæma um það, ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað.“
Subway-deild karla KR ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: KR - ÍR 88-95 | ÍR skildi Vesturbæinga eftir í fallsæti eftir fimmta tap KR á heimavelli ÍR lagði KR í kaflaskiptum leik í Vesturbænum í áttundu umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Eftir sterka byrjun heimamanna skiptust liðin á forystu alveg þar til í síðasta leikhluta þar sem hærri nýting ÍR liðsins gaf þeim yfirhöndina og á endanum sigurinn í þessum mikilvæga fallbaráttuleik. 1. desember 2022 20:15