Óskar Örn ekki búinn að ákveða hvort hann beygi til vinstri eða hægri á Reykjanesbrautinni Smári Jökull Jónsson skrifar 2. desember 2022 07:00 Óskar Örn Hauksson starfar sem bílasali. Hann er ekki enn búinn að ákveða sitt næsta skref á ferlinum. Vísir/Sigurjón Óskar Örn Hauksson er ekki búinn að semja við nýtt lið eftir að hann yfirgaf Stjörnuna að loknu tímabilinu í Bestu deildinni. Hann viðurkennir að tíminn hjá Stjörnunni hafi verið vonbrigði. Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson hitti Óskar Örn á vinnustað Óskars en hann vinnur sem bílasali. Óskar Örn yfirgaf Stjörnuna þegar Bestu deildinni lauk í haust en hann kom minna við sögu í sumar en margir höfðu talið. Að undanförnu hefur Óskar Örn verið orðaður við nokkur lið, mest uppeldisfélag hans Njarðvík en einnig Grindavík sem hann lék með á árum áður. Klippa: Viðtal Gaupa við Óskar Örn Hauksson „Það er ekki alveg komin endanleg ákvörðun. Ég er bara að skoða mín mál þessa dagana,“ sagði Óskar Örn þegar Guðjón spurði hann hvort hann væri búinn að ákveða hvar hann myndi spila næsta sumar. Hann þurfti aðeins að hugsa sig um þegar Guðjón spurði hann að því hvort hann sæi eftir að hafa farið í Stjörnuna. „Nei, ekki þannig. Ég sá það ekki fyrir á þeim tíma að ég myndi fara í annað lið. Vissulega hefði kannski mátt ganga betur en þetta er bara eins og það er. Þetta er ný reynsla og ég er reynslunni ríkari,“ segir Óskar og bætir við að spiltíminn hafi verið minni en hann vonaðist eftir. „Það varð þannig og lítið sem ég get gert í því núna. Vissulega voru þetta pínu vonbrigði.“ Á tólf mörk eftir í hundrað mörkin Óskar Örn hefur leikið 373 leiki í efstu deild sem er met. Þá hefur hann skorað 88 mörk sem þýðir að hann vantar aðeins tólf mörk til að komast í hundrað marka klúbbinn. „Í sjálfu sér ekki eitthvað sem hefur verið persónulegt markmið í gegnum ferilinn að slá þannig met, það hefur bara fylgt. Það mun í sjálfu sér ekki hafa einhver stór áhrif á þá ákvörðun sem ég tek.“ Hann segir ganga vel að tvinna saman fótboltann og bílasöluna. „Ég er með góðan yfirmann sem sýnir þessu mikinn skilning. Ég fæ mín frí þegar ég þarf á þeim að halda, öðruvísi gengi þetta ekki.“ Allt viðtalið Gaupa við Óskar Örn má sjá hér að ofan þar sem þeir setjast saman í einn af bílum á bílasölunni og Gaupi spyr Óskar nánar út í möguleg félagskipti framtíðarinnar.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira