Jón Baldvin fékk tveggja mánaða dóm fyrir kynferðislega áreitni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. desember 2022 14:09 Jón Baldvin var ekki viðstaddur þegar dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti í dag fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað og áfrýjunarkostnað vegna málsins. Verjandi Jóns Baldvins segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi í málinu til Hæstaréttar. Málið snýr að ásökunum Carmenar Jóhannsdóttur sem sakaði Jón Baldvin um að hafa strokið rassi hennar í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en málinu var endurtekið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Jón Baldvin var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins fyrir rúmu ári en héraðssaksóknari hafði farið fram á að hann yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Kröfu Carmenar um miskabætur var á sama tíma vísað frá dómi en hún krafðist einnar milljónar króna. Neitaði alfarið sök Forsaga málsins er sú að Carmen og móðir hennar, Laufey Ósk Arnórsdóttir, voru stödd í matarboði heima hjá Jóni Baldvini þann 16. júní 2018 þar sem Bryndís Schram, eiginkona Jóns, og nágrannakona þeirra voru einnig viðstödd. Carmen og móðir hennar héldu því fram að Jón Baldvin hefði káfað á rassi Carmenar utanklæða þegar hún hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi þá sest niður í áfalli og móður hennar sagt Jóni að biðjast afsökunar þar sem hún sagðist hafa séð hann káfa á rassi Carmenar. Sjálfur neitaði Jón Baldvin alfarið sök og taldi að tvær skýringar gætu legið að baki þess að mæðgurnar lögðu fram ásakanirnar. Annars vegar að þeim hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að þær hefðu undirbúið málið fyrir fram, komið í heimsókn til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Héraðsdómur mat það sem svo að vitnisburður Laufeyjar hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Á sama tíma hafði neitun Jóns fengið stoð í vitnisburði Bryndísar og nágrannakonu þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu og dæmdi Jón Baldvin í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að framburður Carmenar hafi verið trúverðugur og fengið stoð í vitnisburði móður hennar. Það hafi vegið þyngra en neitun Jóns Baldvins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Jóns Baldvins, segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Dóminn má lesa hér. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8. nóvember 2021 11:33 Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Málið snýr að ásökunum Carmenar Jóhannsdóttur sem sakaði Jón Baldvin um að hafa strokið rassi hennar í matarboði á heimili hans á Spáni í júní 2018. Hann var fyrst ákærður í tengslum við málið árið 2019 en málinu var endurtekið vísað frá í héraði og sent aftur heim í hérað úr Landsrétti. Jón Baldvin var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins fyrir rúmu ári en héraðssaksóknari hafði farið fram á að hann yrði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Kröfu Carmenar um miskabætur var á sama tíma vísað frá dómi en hún krafðist einnar milljónar króna. Neitaði alfarið sök Forsaga málsins er sú að Carmen og móðir hennar, Laufey Ósk Arnórsdóttir, voru stödd í matarboði heima hjá Jóni Baldvini þann 16. júní 2018 þar sem Bryndís Schram, eiginkona Jóns, og nágrannakona þeirra voru einnig viðstödd. Carmen og móðir hennar héldu því fram að Jón Baldvin hefði káfað á rassi Carmenar utanklæða þegar hún hafði staðið upp til að skenkja víni í glös viðstaddra. Hún hafi þá sest niður í áfalli og móður hennar sagt Jóni að biðjast afsökunar þar sem hún sagðist hafa séð hann káfa á rassi Carmenar. Sjálfur neitaði Jón Baldvin alfarið sök og taldi að tvær skýringar gætu legið að baki þess að mæðgurnar lögðu fram ásakanirnar. Annars vegar að þeim hafi ekki verið sjálfrátt vegna ölvunar og hins vegar að þær hefðu undirbúið málið fyrir fram, komið í heimsókn til að setja atvikið á svið og saka hann um kynferðisofbeldi. Héraðsdómur mat það sem svo að vitnisburður Laufeyjar hafi verið óstöðugur og lýsing hennar af atvikum málsins ekki í samræmi við vitnisburð Carmenar. Á sama tíma hafði neitun Jóns fengið stoð í vitnisburði Bryndísar og nágrannakonu þeirra. Landsréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu og dæmdi Jón Baldvin í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að framburður Carmenar hafi verið trúverðugur og fengið stoð í vitnisburði móður hennar. Það hafi vegið þyngra en neitun Jóns Baldvins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Jóns Baldvins, segir að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Dóminn má lesa hér.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30 Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8. nóvember 2021 11:33 Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37 Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00 Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
„Þetta er hárrétt niðurstaða“ Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað. 8. nóvember 2021 12:30
Vitnisburður Carmenar og Laufeyjar talinn ósamrýmanlegur Héraðsdómur Reykjavíkur taldi vitnisburð Laufeyjar Óskar Arnórsdóttur, sem sakar Jón Baldvin Hannibalsson um að hafa áreitt dóttur sína Carmen Jóhannsdóttur kynferðislega á Spáni, vera óstöðugan og að sumu leyti ósamrýmanlegur vitnisburði Carmenar. 8. nóvember 2021 11:33
Jón Baldvin sýknaður í héraðsdómi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru fyrir kynferðislega áreitni á Spáni. 8. nóvember 2021 09:37
Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. 11. október 2021 15:00
Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. október 2021 13:10