Verður Gabriel Jesus frá næstu þrjá mánuðina? Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 11:31 Gabriel Jesus gæti verið lengi frá. Vísir/Getty Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að Gabriel Jesus leikmaður Arsenal þurfi að fara í aðgerð og verði frá næstu þrjá mánuðina. Jesus meiddist á hné í leik Brasilíu og Kamerún á heimsmeistaramótinu í Katar. Gabriel Jesus fór af velli á 64.mínútu leiksins gegn Kamerún á föstudag og í gær var síðan greint frá því að hann yrði ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikurinn gegn Kamerún var sá fyrsti þar sem Jesus var í byrjunarliði Brasilíu á mótinu en liðið hafði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn og hvíldi marga af sínum lykilmönnum. Upphaflega var talið að Jesus yrði frá í 4-6 vikur vegna meiðslanna en í dag greinir brasilíski miðillinn SporTV frá því að Jesus hafi farið í rannsókn í gær og í ljós hafi komið að meiðslin væru alvarlegri en talið var í fyrstu. Jesus muni fljúga til Lundúna í dag þar sem hann mun gangast undir aðgerð. Líklegt er að hann verði frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna. Þessar fréttir eru áfall fyrir Mikel Arteta þjálfara Arsenal. Jesus hefur sýnt góða takta síðan hann gekk til liðs við Arsenal í sumar og skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar í fjórtán leikjum. Gabriel Jesus could miss up to three months of action as a result of the knee injury that has ruled him out of the remainder of this World Cup @Samjdean#TelegraphFootball #FIFAWorldCup #Qatar2022— Telegraph Football (@TeleFootball) December 4, 2022 Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni að nýju á annan dag jóla þegar liðið mætir West Ham. Eddie Nketiah er eini hreinræktaði framherjinn í leikmannahópi Arsenal fyrir utan Jesus, þó Gabriel Martinelli geti einnig leyst framherjastöðuna en hann hefur að mestu leikið úti á vængnum á tímabilinu. Svo gæti því farið að Arteta reyni að finna framherja þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Gabriel Jesus fór af velli á 64.mínútu leiksins gegn Kamerún á föstudag og í gær var síðan greint frá því að hann yrði ekki meira með á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikurinn gegn Kamerún var sá fyrsti þar sem Jesus var í byrjunarliði Brasilíu á mótinu en liðið hafði tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir leikinn og hvíldi marga af sínum lykilmönnum. Upphaflega var talið að Jesus yrði frá í 4-6 vikur vegna meiðslanna en í dag greinir brasilíski miðillinn SporTV frá því að Jesus hafi farið í rannsókn í gær og í ljós hafi komið að meiðslin væru alvarlegri en talið var í fyrstu. Jesus muni fljúga til Lundúna í dag þar sem hann mun gangast undir aðgerð. Líklegt er að hann verði frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna. Þessar fréttir eru áfall fyrir Mikel Arteta þjálfara Arsenal. Jesus hefur sýnt góða takta síðan hann gekk til liðs við Arsenal í sumar og skorað fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar í fjórtán leikjum. Gabriel Jesus could miss up to three months of action as a result of the knee injury that has ruled him out of the remainder of this World Cup @Samjdean#TelegraphFootball #FIFAWorldCup #Qatar2022— Telegraph Football (@TeleFootball) December 4, 2022 Arsenal hefur leik í ensku úrvalsdeildinni að nýju á annan dag jóla þegar liðið mætir West Ham. Eddie Nketiah er eini hreinræktaði framherjinn í leikmannahópi Arsenal fyrir utan Jesus, þó Gabriel Martinelli geti einnig leyst framherjastöðuna en hann hefur að mestu leikið úti á vængnum á tímabilinu. Svo gæti því farið að Arteta reyni að finna framherja þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira