Fjallað var um færslu Sue í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan, en í myndbandinu gerir Sue, sem talar á ensku, mikla notkun Íslendinga á enska orðinu „guy“ að umtalsefni.
Þegar Íslendingar segist til dæmis ætla að kveikja á kerti, segist þeir ætla að kveikja á „this guy“, það er að segja ‘þessum gaur’ eða jafnvel ‘þessum gæja.’ Sue kveðst hafa tekið eftir því hve mjög útbreidd þessi notkun er og dró þá ályktun að undirliggjandi væri íslenskt orð sem væri beinþýtt í þessu skyni.

Það er auðvitað orðið „gaur“ sem nú er notað yfir allt mögulegt. Handfang á einhverju? Gaurinn. Taktu í gaurinn þarna. Flipi? Hreyfðu gaurinn þarna til. Lok? Gaurinn datt af. Rennilás? Taktu í gaurinn. Penni? Ýttu á gaurinn.
Sue býr hér en er frá Bandaríkjunum og segir í myndbandinu: „Við myndum ekki segja: Kveikjum á þessum gaur. Þið eruð alltaf að því! Tökum þennan gaur, setjum þennan gaur í bílinn, eða notum þennan gaur.“