Gera ráð fyrir að aðstoða tvö þúsund heimili fyrir jólin: „Þetta er þungur róður fyrir marga“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2022 17:00 Fleiri virðast eiga erfitt fyrir þessi jól en árið áður, ef marka má umsóknir til Mæðrastyrksnefndar. Vísir/Vilhelm Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvö þúsund heimili leiti til þeirra fyrir jólin en um er að ræða ívið meiri fjölda en á fyrri árum. Ljóst sé að staðan í samfélaginu reynist mörgum erfið og er róðurinn þungur víða. Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is. Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Nína Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir aðsóknina fyrir þessi jól ívið meiri en á fyrri árum. Verðbólgan og staðan almennt í efnahagsmálum spili þar greinilega inn í meðal annars. „Við finnum alveg mikinn mun, það mun vera aukning á fólki sem að kemur til okkar núna fyrir jólin heldur en var í fyrra,“ segir Nína. Gert er ráð fyrir að tvö þúsund heimili, þá bæði einstaklingar og fjölskyldur, leiti til þeirra í ár. Til samanburðar var fjöldinn um sextán hundruð í fyrra, þó umsóknirnar hafi þá vissulega verið eilítið færri en á fyrri árum. Aðspurð um hvort þau ráði við aukinn fjölda segir Nína þau reyna að hjálpa öllum. „Við erum bara að vinna út úr þessum umsóknum sem við höfum og þetta mun taka smá tíma að vinna okkur í gegnum þetta. Auðvitað viljum við reyna að hjálpa öllum og við eigum góða bakhjarla að sem að hjálpa okkur en þetta er samt alltaf mjög dýrt og mikið umstang,“ segir hún. „Við erum bara núna þessa dagana að taka á móti vörum og gjöfum og alls konar, af því að við erum náttúrulega líka að gefa jólagjafir, og maður finnur það bara að það er hart í ár hjá fólki,“ segir hún enn fremur. Allir boðnir og búnir til að hjálpa Í ár er í fyrsta sinn tekið á móti umsóknum á netinu en þó umsóknarfresturinn sé liðinn eru þau enn að taka á móti umsóknum, meðal annars símleiðis, enda eflaust einhverjir sem kunna ekki nægilega vel á netið. „Við segjum ekki nei við fólk, við hjálpum þó að umsóknarfrestur sé liðinn. Það er ekki nema þú búir kannski í öðru póstfélagi eða eigir lögheimili annars staðar og þá aðstoðum við bara fólk við að finna úr því,“ segir Nína. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd í gegnum maedur.is og maedrastyrkur.is en á síðarnefndu síðunni er framlagið í formi poka með matvörum og nauðsynjum. Hægt er að styrkja Mæðrastyrksnefnd allt árið og á það ekki síður við um fyrir jólin en Nína segir að allir, bæði fyrirtæki og almenningur, séu boðnir og búnir til að hjálpa. „Við erum náttúrulega starfandi allt árið og fyrir utan jólin þá erum við að gefa föt og annað þannig. Þetta er það mikilvægt málefni og eins og ég segi, út frá öðrum mæðrastyrksnefndum um land allt og hjálparstofnunum þá veit ég bara að þetta er þungur róður fyrir marga,“ segir Nína. Hægt er að leggja Mæðrastyrksnefnd lið í gegnum heimasíðuna maedur.is eða með því að leggja inn á reikning samtakanna: rn. 0101-26-35021 og kt. 470269-1119. Þá er hægt að gefa poka með matvöru og nauðsynjum í gegnum vefsíðuna maedrastyrkur.is.
Hjálparstarf Jól Efnahagsmál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira