Sáu sér leik á borði og tóku yfir Brynju yfir jólin Bjarki Sigurðsson skrifar 7. desember 2022 08:43 Búið er að taka skilti Brynju og setja þennan auglýsingaborða í staðinn. Vísir/Vilhelm Ölgerðin er með húsnæði við Laugaveg 29, þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður til húsa, á leigu hjá fyrrverandi eiganda hússins. Nýir eigendur taka ekki við húsinu fyrr en í byrjun árs. Næsta mánuðinn er húsið kallað „Pepsi max húsið“. Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu í vikunni er þeir gengu niður Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur og sáu risastóran auglýsingaborða á húsinu þar sem byggingavöruverslunin Brynja var áður. Brynju var lokað í byrjun nóvember eftir 103 ára starfsemi. Fréttamaður Stöðvar 2, Óttar Kolbeinsson Proppé, var síðasti viðskiptavinur verslunarinnar líkt og sjá má í innslaginu hér fyrir neðan. Klippa: Síðustu viðskiptin í Brynju Á borðanum stendur með stórum stöfum „Maxaðu jólin“ og eru merki gosdrykkjarins Pepsi Max á sitthvorri hlið borðans. Þá er búið að setja glimmerræmur og ljóskastara í glugga húsnæðisins. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Tryggvadóttir, vörumerkjastjóri óáfengra drykkja hjá Ölgerðinni, að fyrirtækinu hafi borist til eyrna að húsið yrði ekki nýtt frekar á þessu ári en nýir eigendur fá það ekki afhent fyrr en í byrjun næsta árs. Því fannst Ölgerðinni tilvalið að setja þar upp „Pepsi Max hús“ og lífga upp á annars tómt húsið í jólamánuðinum. „Umrætt hús er ákveðið kennileiti í miðbænum og margir lögðu leið sína í verslunina Brynju í aðdraganda uppsetninga jólaskreytinga. Okkur fannst því tilvalið að halda tengingunni við jólahátíðina áfram, enda hefur Pepsi Max orðið sífellt vinsælla með jólamatnum. Að setja upp jólalegt Pepsi Max hús síðustu vikurnar fram að jólum fannst okkur góð hugmynd og létum verða af henni,“ segir í svari Halldóru. Hér fyrir neðan má sjá þegar fréttastofa heimsótti verslunina í maí er húsnæðið var sett á sölu. Klippa: Byggingavöruverslunin Brynja er til sölu
Auglýsinga- og markaðsmál Reykjavík Verslun Tengdar fréttir Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05 Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31 Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Síðasti dagur verslunarinnar Brynju að kvöldi kominn Einu helsta kennileiti Laugavegarins, iðnaðarvöruversluninni Brynju hefur verið lokað eftir 103 ára starf. Eigandi Brynju segist ekki vita hvers konar starfsemi taki við í húsinu. 3. nóvember 2022 20:05
Lokar Brynju á næstu vikum Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju, mun loka versluninni í síðasta skiptið eftir einn til tvo mánuði. Verslunin verður þó áfram rekin sem netverslun. Brynjólfur segir tilfinninguna vera skrítna. 3. október 2022 06:31
Segir skilið við Brynju eftir 60 ár Brynjólfur H. Björnsson, framkvæmdastjóri og stærsti eigandi verslunarinnar Brynju við Laugaveg, hefur sett verslunina á sölu. 7. maí 2022 07:51
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun