Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. desember 2022 21:00 Sveinbjörn Berentsson kom að aðgerðum í gær Vísir/Sigurjón Guðni Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“ Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Tilkynning um atvikið barst lögreglu um klukkan 17 í gær. Drengirnir voru þrír og höfðu allir fallið ofan í vatnið þegar ísinn gaf sig. Þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn höfðu drengirnir náð að koma sér upp á nálæga eyju þaðan sem þeim var bjargað með búnaði slökkviliðsins. Sveinbjörn Berentsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir drengina hafa verið skelkaða og kalda þegar slökkvilið mætti á vettvang. Aldrei sé öruggt að fara út á ísilagt vatn. „Það geta alltaf verið vakir og óörugg svæði, ísinn mis þykkur. Þannig aldrei er nú besta svarið,“ sagði Sveinbjörn. Börnum brugðið vegna málsins Elliðavatn liggur mjög nálægt Vatnsendaskóla í Kópavogi þar sem drengirnir eru nemendur. Skólastjóri segir að mörgum börnum hafi brugðið nokkuð við fréttirnar af atvikinu í gær en farið var yfir málið í skólanum í dag. „Kennarar ræddu í einhverjum hópum við nemendur, þeir munu halda áfram umræðunni. Svo hef ég sent upplýsingapóst til foreldra, beðið þá að taka við boltanum og ræða hættuna af vatninu við sín börn,“ sagði María Jónsdóttir, skólastjóri Vatnsendaskóla. Þykir spennandi að leika sér á ísnum Ísilagt vatn getur sannarlega verið spennandi leiksvæði, en á meðan við ræddum við varðstjóra slökkviliðisins um hætturnar sem því fylgja slíkum leik rak tökumaður augun í drengjahóp hinum megin við vatnið sem jú - lék sér á ísnum. Um var að ræða 12 ára drengi. „Við vorum bara ofan á klakanum og vorum að kasta steinum og eitthvað,“ sagði einn drengjanna. Aðspurðir hvort þeim þætti slíkur leikur spennandi svöruðu þeir því játandi og sögðu það „geggjað.“
Slökkvilið Börn og uppeldi Kópavogur Grunnskólar Tengdar fréttir Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögregla varar við ísilögðum vötnum og tjörnum Ungir drengir voru hætt komnir þegar þeir féllu í Elliðavatn síðdegis í gær þegar ísinn undir þeim brotnaði. Lögregla varar við ísilögðum vötnum, lækjum og tjörnum. 6. desember 2022 12:16
Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. 5. desember 2022 20:08