Seinni bylgjan telur Hörð ekki eiga möguleika: „Það er ekkert hjarta í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2022 11:00 Hörður hefur aðeins náð í 1 stig í Olís deild karla í handbolta til þessa. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru sammála um að lið Harðar muni falla úr Olís deild karla þó enn sé síðari hluti tímabilsins eftir. Farið var yfir slakan varnarleik liðsins í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. „Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti. Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira
„Logi, þú ruglaðist vinur minn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson við Loga Geirsson áður en umræðan snerist að Harðverjum. „Þetta er ekkert eðlilega auðvelt, Haukarnir eru búnir að gera þetta í tíu ár. Maður veltir fyrir sér hvort lið eins og Hörður, með þjálfara eins og Carlos [Martin Santos], sem þekkir kannski ekki liðin nægilega vel; Gleymist þetta í undirbúningi leiksins?“ spurði Arnar Daði eftir klippu af Heimi Óla Heimissyni að skora tvö einstaklega auðveld mörk. „Ég held að þessi þjálfari sé góður, leikmennirnir eru bara ekki nógu góðir. Ef við brjótum þetta alveg niður, byrjum á grunninum. Þetta er þjálfari með frábæra hugmyndafræði, hann er að gera það sem maður myndi gera sjálfur en leikmennirnir bara geta það ekki. Sjá þá í vörninni, hlaupandi út úr stöðum. Varnarleikur snýst um miðjuna, þú ert með ákveðið hjarta en það er ekkert hjarta í þessu liði,“ sagði Logi ákveðinn. Logi hefur trú á Carlos Martin Santos.Vísir/Hulda Margrét „Partur af því að vera góður þjálfari er að láta liðið spila kerfi sem það getur spilað. Það er ekki partur af því að vera góður þjálfari að láta liðið spila eitthvað sem það geta ekki spilað,“ skaut Arnar Daði inn í. „Hann er búinn að láta þá spila allt, allar varnir,“ sagði Logi áður en Arnar Daði greip orðið á lofti og spurði: „Er það gott? Hann verður að einbeita sér að einum einföldum hlut.“ „Hann er að reyna. Hann er búinn að prófa að fara til baka. Þessir leikmenn geta bara ekki gert það sem hann er að biðja um,“ sagði Logi þá. Stefán Árni fékk þarna nóg af karpi þeirra félaga og spurði einfaldlega: „Tímabilið er hálfnað, er Hörður fallinn?“ Logi svaraði „Já“ um hæl. „Þeir eru ekki fallnir,“ svaraði Arnar Daði sem leiddi til þess að Stefán Árni orðaði spurningu sína upp á nýtt: „Geta þeir bjargað sér?“ Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Fyrri hluti Logi ákvað svo að svara rökstyðja svar sitt: „Það er ekki hægt að bjarga þeim úr þessu. Það er sama, þó þeir myndu fá 1-2 góða leikmenn. Ég er búinn með þolinmæðina, alltaf að bíða. Sáum einn góðan leik, annan góðan leik og fínir en svo bara hrun, hrun. Ekkert kerfi, engin vörn og enginn strúktur í hraðaupphlaupum. Það er eins og þeir kunni bara að spila sókn.“ „Það versta við þetta er að ég heyrði á Bylgjunni í dag að það var sólarupprás 11.45 fyrir Vestan í dag. Hvernig heldur þú að þessum mönnum líði? Þeir sjá ekki sólina,“ sagði Arnar Daði að endingu á meðan Logi og Stefán Árni héldu niðri í sér hlátrinum. Klippa: Seinni bylgjan: Umræðan um Hörð - Seinni hluti Hörður er á botni Olís deildarinnar með eitt stig að loknum 12 leikjum, níu stigum frá öruggu sæti.
Handbolti Olís-deild karla Hörður Seinni bylgjan Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Sjá meira