Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. desember 2022 21:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins. Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44
Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41