Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 11:50 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun.
Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira