Fullt tilefni til fyrirspurnar um vanvirðandi framkomu ráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 12:05 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fullt tilefni á bak við fyrirspurn sína til forsætisráðherra um vanvirðandi framkomu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segist ekki hafa fengið formlega kvörtun en þó eiga ýmis óformleg samtöl um samskipti innan ráðuneytanna. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira